Góðan dag, klukkan er núna 17:46, kominn tími á fréttir.

Í fréttum er þetta helst.

Al-Qaeda ber það fram að þeir hafi staðið bakvið fyrir sprengjuárasunum á Alsír.

Forseti Ukraínu gæti kallað aftur ákvöðrun um kosningarnar.

Sarkozy fær harðar ádeilur vegna ummæla hans um barnaníðinga.

Vistvænir bílar fá nú ókeypis bílastæði!


Al-Qaeda ber það fram að þeir hafi staðið bakvið fyrir sprengjuárásir í Alsír.

Al-Qaeda segir frá á Arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera að þeir hafi verið á bakvið sprengjuárásir í Alsír. Árasirnar áttu sér stað í morgun.

23 manns létu lífið í þessum árasum og þrír bílar voru sprengdir fyrir utan skrifstofur Forsætirráðuneytisins og Lögreglustöðvarinnar.

12 létu lífið og 118 særðust þegar bíl var ekið fyrir framan Forsætisráðuneytið og sprengdur þar. Mikill skaði var á byggingu Raðúneytsins og á húsum í grend.

Tveim bílum var ekið á lögreglustöð í austurhluta Algeirsborgar og létust 11 og 44 særðust. Miklar skemmdir urðu á lögreglustöðinni og nágranna byggingum.


Forseti Ukraínu gæti kallað aftur ákvöðrun um kosningarnar.

Aðstoðarmenn forseta Úkraínu, Viktors Jútsjénkós kunna að draga til baka tilskipun um að slíta þingi og boða til kosninga í lok maí. Spenna hefur ríkt í landinu og margir útifundir boðaðir hjá forsetanum og andstæðingum hans undanfarið.

Forsætisráðherra Ukraínu og helsti andstæðingur Jútsjénkós, Viktor Janúkóvítsj heldur því fram að boð Jútsjénkós til að slíta þingi stangist á við stjórnarskrá Ukraínu. Málinu hefur verið vísað til dómstóla, sem hefur kvartað undan miklum þrýstingi vegna þessa máls.

Einn af stuðningsmönnum Jútsjénkós sagði í dag, að Jútsjenkó útilokaði ekki að tilskipun um þingslit og kosningar verði dregin til baka og að kosningar fari fram síðar.


Sarkozy fær harðar ádeilur vegna ummæla hans um barnaníðinga

Andstæðingar franska forsetaframbjóðandans Nicolas Sarkozy, sem leiðir í kosningabaráttunni samkvæmt skoðanakönnunum, hafa gagnrýnt hann harðlega fyrir ummæli sem hann lét falla um barnaníðinga.

Forsetaframbjóðandi sósíalista, Segolene Royal, segir þá skoðun Sarkozy að sumir einstaklingar „fæðist barnaníðingar“ vera grafalvarlegt mál.

Sarkozy, sem er fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands, leiðir miðhægri flokkinn UMP og þá þykir hann vera líklegur arftaki Jacques Chiracs sem næsti forseti Frakklands. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 22. apríl nk. og sú síðari fer fram þann 6. maí.

Þá hefur Sarkozy einnig lent í útistöðum við hægri manninn Jean Marie Le Pen varðandi innflytjendamál, segir á vef BBC.

Miðjumaðurinn Francois Bayrou, sem er þriðji í kosningunum, á eftir Sarkozy og Royal, samkvæmt skoðanakönnunum, segir að ummæli Sarkozy um barnaníðinga séu „mikið áhyggjuefni“ og „hrollvekjandi“.

Sarkozy lét hafa eftir sér í viðtali við Philosophie tímaritið nú um helgina að hanni hallist að þeirri skoðun að „fólk fæðist sem barnaníðingar og það er einnig vandamál að við vitum ekki hvernig við eigum að meðhöndla þennan sjúkdóm.“


Vistvænir bílar fá nú ókeypis bílastæði!


Forsvarsmenn borgarstjórnar Reykjavíkur kynntu í dag vistvæn skref, sem stigin verða í borginni á næstu misserum. Meðal annars fá ökumenn að leggja vistvænum bílum ókeypis í bílastæði borgarinnar og eru borgarbúar með þeim hætti hvattir til að aka um á slíkum bílum til að draga úr mengun. Þá verður Pósthússtræti meðfram Austurvelli gert að göngugötu í miðbæ Reykjavíkur á góðviðrisdögum.

Fram kom á blaðamannafundi, sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, héldu í dag, að til stendur að bæta þjónustu Strætó bs. með því að allar biðstöðvar strætisvagna fá eigið nafn sem birtist meðal annars á ljósaskilti um borð í vögnum. Allar lykilbiðstöðvar munu birta rauntímaupplýsingar og greiðslumáti í strætó verður auðveldaður. Strætó fær oftar forgang í umferðinni á völdum stofnbrautum og reykvískir námsmenn fá ókeypis í strætó á haustmisseri 2007.

Göngu- og hjólreiðastígurinn frá Ægissíðu upp í Elliðaárdal verður breikkaður, upphitaður og vatnshönum þar fjölgað. Þá verður göngu- og hjólreiðastígum sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gönguleiðir skólabarna verða merktar og kynntar sérstaklega. Göngustígar sem tengja búsetusvæði eldri borgara og nálæg útivistarsvæði verða upphitaðir og bekkjum og handriðum verður komið fyrir. Merkingar göngu- og hjólreiðastíga munu taka mið af göngu og hjólreiðum sem samgöngumáta.

Auk þess að gera Pósthússtræti að göngugötu á góðvirðisdögum verður Miklatún endurskipulagt í samráði við íbúa og kaffihúsi komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum. Hefja á átaki til að koma upp umhverfis- og söguskiltum í borginni og skilyrði til fuglalífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýrinni og á Tjörninni verða bætt.

Heimildir; www.mbl.is

Ég heiti Raskolnikov og þakka fyrir mig.
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.