Föstudagurinn 13. október 2006

10, 9, 8, 7… 7… 7… 7… 7… 7… *Lamið í eitthvað* …6, 5, 4, 3… 3… 3… 3… *Kabúmm*

*DrHaha kemur inn í mjög dimmt herbergi, búinn að festa mjög mjúka púða utan á sig*

Vondan daginn… Ég heiti DrHaha og færi ykkur fréttirnar á þessum hörmulega degi. Því miður verða ljósin ekki kveikt þar sem að
ljósakrónan var að enda við að detta ofan á hóp saklausra almenningssorpara (kannski ekki alveg saklausa) og jafnaði hún þá við jörðu :’C
Ég ætla rétt að vona að þið séuð vel bólstruð núna, allt gæti gerst! Hér er fréttayfirlitið

* Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!
* Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!
* Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!
* Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!
* Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!
* Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!
* Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!
* Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!


*DrHaha fer að gráta*

Afsakið hlé!

Afsakið þennan pínulitla galla á fréttayfirlitinu, við skulum halda áfram…


Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!

Já, það er rétt. mBenz á í leynilegu ástarsambandi við kóka kóla. Eins og sjá má á þessari mynd… Nei, sko… þessari mynd… Arrrg, ÞESSARI MYND. Myndin sýnir að…
*Ívar/Echoes kemur skríðandi inn í svörtum kattarbúningi*
Neei Ívar! Ekki…
*Ívar fær risastóran flygil í hausinn*
Jæja, aftur á spítalann með hann… Anyway, við fögnum þessum ungu brúðhjónum, HipHip – Hooray!

Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!

Margir hafa lent í óhappi á þessum svolaða degi. Aftur á móti er Föstudagurinn 13. algjör happadagur fyrir LindieLou :@
Hún er í vetrarfríi (það sést ekki snjókorn á himni :O), hún fékk bara grænt ljós þegar hún keyrði heim úr tónlistarskólanum,
og frændi hennar kom í heimsókn…
Búðu þig undir mikla ógæfu LindieLou… Ég sé til þess -.- …
Af óhöppunum: Meðal annars fór Huy í þrjú próf í dag, Kaea svaf yfir sig og tölvuskjárinn hans Seljeseth bilaði :O

Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!

Pókemon æðið er í fullum gangi á Sorpinu. Sumum líkar það ekki, því miður, en sumum finnst skemmtilegt að rifja upp gamla tíma…
*Jaws themið byrjar* Uhhhh…. strákar, hvað er að gerast? *Brjálaður axarmorðingi stekkur fram og ræðst á DrHaha.
Afsakið hlé
*DrHaha birtist aftur á skjánum þakinn blóði*
Jamm, Pókemonar sem eru komnir inn eru Bulbasaur, Gardevoir (?), Charizard, Slowpoke, Blastoise, Snorlax, Cyndaquil, Psyduck
og Alakazam…

Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!

Echoes sendi inn mynd frá fyrstu samkundu Sorpsins. Sú mynd er Smjér.
Þykja Sorparar mjög hipp og kúl á þessari mynd og vekur hún upp gamlar minningar Sorpara… ;’)
Við skulum leifa þeim að íhuga í friði og halda áfram á næstu frétt…

Talandi kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!

Hljómsveitarleikurinn byrjaði aftur á Sorpinu í gær. Leikurinn gengur útá það að… *Flettir* …og þau lifðu ánægð til æviloka… Ummm…
*Flettir* *Flettir* *Rótar í blaðabunkanum og hendir honum útá gólf* Áts, papercut… *Labbar að glugganum*
Haaaallóóóó… Veit einhver um… *Dettur út um gluggann*
______________________________________________________________
*DrHaha kemur inn í hjólastól, sigrihrósandi með blaðið í hendinni*
…einhver segir nafn á hljómsveit og sá næsti á að segja nafn á hljómsveit sem byrjar á sama stað… staf og hin hljómsveitin…
Núverandi hljómsveit er Ríó Tíkó… Neeeiiii Tríó segi ég…


Ekkert meira virðist vera í fréttum í dag… Ég vona að þið hafið ekki lent í neinu slæmu meðan á fréttunum stóð því við viljum ekki vera kærð… Einnig vona ég að *DrHaha stendur upp, rennur á bananahýði, niður stigann á fréttahúsnæði TSNG og útá götu, maður á reiðhjóli hjólar yfir hann og hann dettur ofaní holræsi. Það vill svo til að þar eru börn að leika sér með trampólín, DrHaha skýst uppí loftið, lendir í hreyflinum á flugvél sem er á leiðinni til Bandaríkjanna, dettur úr yfir New York, ofaná Frelsisstyttuna, ofan í sjó, festist á skipi sem er á leiðinni til Íslands, er dreginn upp á land með skipinu, sprengdur í loft upp með skipinu (sem átti BTW að rústa), flýgur lengst út í geim, verður fyrir geimskutlu á leiðinni til jarðar, lendir ofaná lausri þakhellu á stórri blokk, dettur niður, ofaní vörubíl fullan af hrossaskít, dettur útaf vörubílnum við byggingarvinnu, festist við risastórann bita sem verið er að hífa uppí loft, er laminn af risastórum krana með kúlu á endanum, skýst innum þakið á fréttahúsnæði TSNG og lendir ofaná flyglinum sem Echoes er undir…*