The Njúvs of the Trash  03.10.06 :O 10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1…

Nú verður flutt ljóðið “Óður til Sorpsins” eftir DrHaha
*Óperusöngvari kemur fram á sviðið, Sorparar vagga höndunum rólega frá hægri til vinstri. Óperusöngvarinn ræskir sig en fær tannbursta í hausinn og dettur niður steindauður*

Afsakið hlé!

*Ó Magarena með Strumpunum er spilað, fréttaritarar TSNG dansa í takt við lagið*
Góðan daginn, nú verða sagðar fréttir! Fréttaþulur okkar í dag er hinn stór… ágæti Dr Magare… *lemur sig í hausinn* …DrHaha!
Góðan daginn, ég er DrHa… Kmmmpppfff (mjög stórkarlalegt fliss), það er auðvitað óþarfi að kynna mig *brosir mjög smeðjulega*!
Hér er fréttayfirlitið:

• Greinasamkeppnin að verða búin, MissMurder aaaaðeins of sein!
• MisterSandman drekkur pizzu og borðar gos!
• Besti leikur EVER!
• Toggeh rústar samlokugrillinu sínu :Æ
• Talandi Kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!
• Zimpo endurlífgar fyrstu Sorpmyndina!
• Fools á ammæl’í dag!
• Ívar línurit :O


Greinasamkeppnin að verða búin, MissMurder aaaaðeins of sein!

Hin stórfenglega greinasamkeppni (or is it?) er að líða undir lok! Alls tóku 10 greinar þátt í keppninni (það hefur víst ekki farið framhjá neinum þar sem Parvati skrifaði um það í sínum fréttatíma :’C)
Nýlega sendi hin unga ungfrú Morðingi grein inn í greinasamkeppnina, aaaaaðeins of seint! Greinin hét “Skólinn minn” og kom inn 1. október, einum degi eftir að greinasamkeppninni lauk! Við sendum Vettvangsmanninn á staðinn:
*Maður í gulum stuttbuxum, fjólubláum brjóstahaldara og með Zorrógrímu kemur á skjáinn, hann stendur fyrir utan Kringlun. Svartklædd kvenkyns… “vera” stendur við hliðina á honum*
Vettvangsmaðurinn: “Góðan daginn kæru Sorparar víðsvegar um landið! Hér fyrir framan mig stendur ung dama að nafni MissMurder, spjöllum við hana! Jæja, hvernig finnst þér að hafa klúðrað þessu einstaka tækifæri og gert þig að fífli fyrir framan gervalla þjóðina?”
MissMurder: “Bwuuuuuurg Arrrrrrrrg Gaaaaaaaaaaarg (kópíright: oRiley)”
*Unga daman ræðst á Vettvangsmanninn með glæsilegum Butcher kuta…*
Bzzzdzzzbbzzzz….
Uhhh…. Ókey, aftur að samkeppninni. Á þessari stundu er HerraFullkominn að vinna samkeppnina með 21 prósent af atkvæðunum, greinin hans heitir “MH, fyrsti dagurinn”. Í öðru sæti er AllaWhite með 20 prósent atkvæða, greinin hennar heitir *******tíkin! Vúps! Vona að ég verði ekki rekinn fyrir þetta :S

MisterSandman drekkur pizzu og borðar gos!

Yoooou heard me. Á meðan við, hinir venjulegu Sorparar sækjum skólann og lærum um hagfræðikerfið og ömurlega þreytandi stærðfræði fær MisterSandman að éta gos og drekka pizzu allan tímann :Þ
Það ætti að lemja einhvern fyrir þetta :O Hmmm, ég held að gamla hestasvipan mín sé inní skúr… Hrrrnnnkk úpps… Jaaaaááá, þetta gengur bara ekki lengur! Auk þess hef ég heyrt að pizzan hafi verið með pepperóní :O Þetta er ægilegt!

Besti leikur EVER!

Zimpo bjargaði degi margra þegar hún kom með linkinn af besta leik heims, Helíkopter. Þar á maður að forða þyrlunni frá því að brotlenda með því að halda vinstri músatakkanum inni… Hmmmm, hljómar veeel!
Afsakið hlé!
*Slekkur á tölvunni* Því miður er það satt, heimsendir nálgast og 10 metra háir broddgeltir hafa ráðist á jörðina… Heeey, hver skipti um blað??? Látið ekki svona, ég næ ykkur fyrr eða síðar!!!
Og BTW, hér er linkurinn: http://www.addictinggames.com/helicopter.html

Toggeh rústar samlokugrillinu sínu :Æ

Við óskum Toggeh til hamingju með að hafa náð eftirfarandi takmörkum:
1. Að eyðileggja samlokugrillið sitt!
2. Að fylla eldhúsið af reyk!
3. Að láta verða rafmagnslaust í húsinu sínu XD
Hann grillaði víst snúruna með brauðinu sínu :D! Hahaha! Hugsið ykkur bara, grilluð snúra XD
Og ofan á það allt var þetta í annað sinn sem hann gerði þetta… Til hamingju Toggeh!

Talandi Kanarífugl drekkur vatnsglas á hvolfi!

Bíddu nú við, henti ég þessu blaði ekki seinast :S??? *Krumpar blaðið og hendir því ofaní ruslatunnuna… aftur…*
Í staðinn ætla ég að nota þessa frétt í það að segja: “Og PetuRgunnarson”!!!

Zimpo endurlífgar fyrstu Sorpmyndina!

Zimpo gerði það sem margir aðrir hefðu ekki látið sér detta í hug að gera :S
Hún óð í gegnum Sorpmyndafrumskóginn, barðist við margar hræðilegar blaðsíður og fór í gegnum hof hinna fyrstu mynda, alveg þangað til hún fann fyrstu mynd Sorpsins!
Hún þurfti auðvitað að láta alla vita af þessu takmarki sínu, og því gerði hún það sem margir aðrir hefðu ekki látið sér detta í hug að gera.
Hún barðist við hina fyrstu mynd, og náði yfirhöndinni. Hún dró hana nauðuga viljuga í gegnum hinn sveitta frumskóg, og kom henni fyrir í hóp hinna nýju mynda! En það afrek!
Myndin sínir forseta Bandaríkjanna, Géorg Döbbelvjú Búss, sem sýnir að þessi mynd á auðvitað laaaangbest heima á Sorpinu!

Fools á ammæl’í dag!

Hinn yndislega sérstaklega einstaki Fúls á ammæli í dag!!! Allir að syngja ammælissönginn fyrir hann!
“Ég á afmæli í dag,
en enginn fagnar því.
Það er suðvestan rok
og rignir á ný”

Þetta ljóð var skomm í Múmínálfabók sem heitir “Eyjan hans Múmínpabba” (ég er svo ógó flipp kúl skomm!), en Vitavörðurinn á einmitt ammæli 3. október (gáið bara ef þið trúið mér ekki :Þ)!
*Klappklappklappklappwoohooklappwoohoowoohooklappklappflaut*

Ívar línurit :O

Hinn dáði Sorpari, Clash/Echoes/Ívar brá sér í mörg skemmtileg líki (og ferlíki í dag).
Þar er hann meðal annars línurit, víkingur, hundur og lagabókahöfundur XD
Þráðurinn er [a href= http://www.hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=4054571]hér!!!

Fyrir hönd fréttaritara TSNG vil ég þakka ykkur fyrir að nenna að lesa þessar fréttir, það er að segja ef þið eruð ennþá að lesa :O!!!
*Stekk út um gluggann og lendi harkalega á jörðinni*

Bammbarabúmmtjiss!!!