Tunnan fyrir júlí 2006!



Tunnan! Þessi dýrlega verðlaunahátíð, eins sú besta sem haldin er á öllu internetinu (a.m.k. huga)! Þar sem hinir óþekktu sem og hinir þekktu eiga jafnan möguleika á að vinna glæsileg verðlaun, annað en sums staðar…. Atburður sem beðið er með óþreyju dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár, af fólki úr öllum þrepum þjóðfélagsins. Þessi stórmerka hátíð verðlaunar þá sem vel hafa staðið sig í liðnum mánuði, þá sem ekki láta deigan síga þótt allt fari ekki beint eins og maður óskaði. Hetjur, hreint út sagt hetjur, og flest ef ekki öll sem lesið þetta eigið einhverja Tunnuna skilið, en því miður eru þær af skronum skammti (bugdet hjá stjórninni), svo það verður bara að hafa það.

En nóg af þvaðri, ég Vansilius von Sorper, konungur sorpveldis, og formaður Tunnudómnefndarinnar, er kynnir þessarar hátíðar að þessu sinni. Dómnefnd Tunnunnar skipuðu þau Gelgjan, HerraFullkominn, illA, Vansi og Worldwide, en það er sama dómnefnd og síðast. Góð dómnefnd, og með heilasellurnar í lagi.

Vindum okkur þá í þetta, kynnum okkur flokkana, sem eru 11 að þessu sinni:
Besta greinin!
Besta sagan!
Besta könnunin!
Besta myndin!
Besta kvótið!
Besta fréttin!
Virkasti sorparinn!
Fyndnasti sorparinn!
Ljóskulegasti sorparinn!
Eftirminnilegasta atvik af samkundu!
Oooooog aukaflokkur, Sorphakan!

Fallegir flokkar, ekki satt? Spennan er örugglega að drepa ykkur núna, er þið lesið þennan texta, en örvæntið ekki, þetta er allt að koma, bíðið spennt!



Besta greinin!

Greinar. Nokkuð margar greinar voru sendar inn í júlí, eða *insert a number* talsins. Ég nenni samt ekki að telja, teljið sjálf n00bs =} Góður árangur, miðað við aðeins 3 greinar í júní mánuði….
Dómnefnd lenti í vafa. Nokkrar greinar stóðu uppúr, en á endanum komumst við að niðurstöðu. Ein grein bar af, hún var vel skrifuð, efnisrík, húmor leyndi sér ekki, og hún fjallaði um klaufaskap greinarhöfunds. Þessi grein er engin önnur en…. Ég + Farartæki = ? eftir notandann Gothia.
Til hamingju Gothia, þú hafðir betur, í baráttu við margar úrvals greinar. Vonum að fleiri greinar streymi inn, það er mjög fróðlegt og skemmtilegt að lesa þær =}



Besta sagan!

Að þessi sinni, í júlímánuði, bárust frekar fáar sögur. Fáar sem engar næstum því. Kannski er bara búið að fylla sögukvótann fyrir þetta sumar, eftir gósentíð með mörgum sögum í júní. Akkúrat öfugt við greinarnar….
En jæja, þar sem svo fáar bárust inn, var valið fremur auðvelt að þessu sinni. Þó að hún hafi verið hálfeinmana í þessum flokk, á sagan Boyz lan out eftir þau Desmondia og sinsin það fyllilega skilið að vinna Tunnuna, enda mjög steikt og skemmtileg saga. Good for them!
Það væri vel séð að fá fleiri sögur, og ef þið eruð miklir söguhöfundar, þá er ekki úr vegi að biðja admina sorpsins um aðgang að sögukubbnum, þar sem þið gætuð þá skrifað sögur án þess að admin þurfi að samþykkja þær. PM á admin ef þið viljið vita meira.



Besta könnunin!

Kannanirnar á sorpinu eru eins ólíkar og þær eru margar. Og þær eru margar, ný á hverju einasta degi oftast, nema þegar það eru stórar kannanir sem gilda í 3 daga. Margar sem sendar eru inn eru reyndar arfaslakar, því miður, þið verðið aðeins að passa upp á stafsetninguna og svona þegar þið sendið inn könnun. Hún verður líka helst að meika sens, nema hún sé þeim mun fyndnari. Aha?
Jæja… Könnun mánaðarins er skondin, hún meikar reyndar lítið sens, en er samt vel gerð, og það gerir gæfumuninn. Reyndar var umdeilt í dómnefnd hvort þessi ætti skilið að hljóta þennan titil, en engu að síður varð niðurstaðan á þá leið að hún væri þess verðug. Ég er auðvitað að tala um könnunina Er amma þín gul? eftir PSV. Þó að hún virðist við fyrstu sýn ekki neitt svaka flott, þá er hún það, og ekki grafalvarleg eins og flestar þær sem birtast hér. Það var talinn kostur. Einnig er hún vel erð, sem varð til þess að hún hlyti verðlaunin, auk þess sem hún er frumleg.
Ef þú vilt að þín könnun blandi sér í baráttuna um bestu könnun ágúst, gleymdu því. Allt fullbókað, fram í næstum hálfan september, svo ekki senda inn könnun nema hún sé mjög góð, og þú sért tilbúin/n að bíða. Hafðu þetta í huga.



Besta myndin!

Margar myndir koma inn á sorpið á degi hverjum, engin breyting varð þar á í mánuðinum sem leið. Þess vegna var úr nógu að taka í þessum flokki, gott með það. Dómnefnd var í smá kreppu, hver og einn kom með nokkrar myndir sem þeim þótti best, en eftir mikið þras var loksins komist að niðurstöðu.
Sú mynd sem hlýtur Tunnuna að þessu sinni fyrir flokkinn Besta myndin! er…. Vídjó! sem hann sinsin okkar sendi inn. Þetta er frétt um vidjótæki, frá fornöld, svaka skemmtileg.
Ekki gefast upp í að senda inn myndir, en þegar þið sendið þær inn, hafið a.m.k. einhvern texta með, það er miklu skemmtilegra. Ekki spamma mörgum myndum í einu heldur, það er illa séð. Kei?



Besta kvótið!

Júlí var aðeins betri kvótsmánuður en júní, en samt vantaði smá upp á… Ég vil minna ykkur á það, enn og aftur, ef þið sjáið skemmtilega/fyndna setningu eða svar hérna á sorpinu, klagið í admina og biðjið um að láta í kvóts! Það er ekkert svo erfitt, er það nokkuð? Nei, ég hélt ekki, áfram með smérið!
Það kemur væntanlega fáum á óvart að kvót mánaðarins fer til Moonchild, sem hefur sannað fyndna snilli sína enn einu sinni í júlí, þá sértstaklega með eftirfarandi kommenti sem finna má hér:

einu sinni hringdi dyrabjallan hjá mér og ég leit út til að sjá hver þetta var. það var Höddi vinur minn (sem er svartur) sem var að spurja eftir mér, svo ég gerðist svo geðveikt sniðugur að fá mér hvítan plastpoka, klippti á hann göt fyrir augun og kom til dyra eins og ég væri í Ku Kux Klan.
hann lamdi mig :(


Moonchild, you've done it again.



Besta fréttin!

Núna er ég mjög vonsvikinn! Ekki einn einasti fréttatími leit dagsins ljós í júlí, EKKI EINN! Ég veit það að þið nennið kannski ekki að gera fréttir, en ég undirstrika það, ef þið hafið aðgang að fréttakubbnum, þá megið þið senda inn fréttir þegar þið viljið, munið það. Ég er ekki að pressa á ykkur, en sendið inn fréttir, annars drep ég ykkur. Ehh, ignore that. En nóg um það, ágúst þarf bara að verða betri fréttamánuður, er það ekki? ;}
Þar sem enginn fréttatími barst inn í júlí, þá neyddist dómnefnd til að dæma þennan flokk af að þessu sinni. Í staðinn verður pizzuveisla fyrir dómnefnd í boði Pizza Hut til að bæta þennan missi. Aumingja Leifur sem borðar ekki pizzur…



Virkasti sorparinn!

Valið á virkasta sorparanum er ávallt strembið, og nú varð engin breyting þar á. Dómnefnd var í byrjun sammála um að sinsin væri sá virkasti, en við nánari íhugun var einnig annar ungur maður, sem á þennan titil vel skilið, hann oRiley, og því fá þeir Tunnuna sameiginlega fyrir virkasta sorpara júlímánaðar 2006, til hamingju báðir tveir =}



Fyndnasti sorparinn!

Sorpið er að stórum hluta byggt upp á húmor. Án húmors væri þetta bara alls ekki eins og það er, svo sem betur fer eru margar fyndnar og skemmtilegar manneskjur sem stunda sorpið. Í júlí mánuði var þó ein fyndnari en aðrir, eins stúlka. Hún TinnaKristin á þennan titil, sem fyndnasti sorpari júlímánaðar, svo sannarlega skilið, hún er kaldhæðin, skemmtileg, og með afar góðan húmor. Til hamingju Tinna, keep up the good work ;}



Ljóskulegasti sorparinn!

Ljóskur, skemmtilegar, einfaldar, ávalt gaman að þeim. Án ljóskna væri tilveran mun tilbreytingaminni en hún er núna, það væri nú leiðinlegt. Reyndar eru ljóskur ekkert alltaf ljóshærðar, heldur er það misjafnt, og ekki eru heldur allar ljóshærðar stúlkur ljóskulegar, það er einnig misjafnt. Sorpið hefur fengið sinn skammt af ljóskum gegnum tíðina, og í þessum mánuði er það fremur ný ljóska sem hreppir þennan titil. Ljóskan sem er ljóska mánaðarins í júlí 2006 er…. AllaWhite! Með sínum ljóskulegu mómentum, snilldarlegu töktum oft á tíðum, og fleiru, hefur hún sýnt að hún á þennan titil alveg margfalt skilið. Til hamingju Alída! =}



Eftirminnilegasta atvik af samkundu!

Samkundur, þessi áhugaverðu fyrirbæri þegar sorparar hittast, sýna sig og sjá aðra, og hafa gaman. Stórskemmtileg fyrirbæri! Í júlí vru tvær slíkar haldnar, ein þann 15. júlí við Smáralind, og önnur 29. júlí í Kringlunni. Fín mæting, þó það hafi verið heldur slæmt veður á þessari fyrri, en það var í lagi….

Þann 15. júlí var haldin samkunda, mættu frekar fáir, en það mætti gott fólk, og hún var bara ágæt yfir heildina. Tívolí, Smáralind, leið 24, þetta var það sem gert var þessari samkundu á.Eftirminnilegast frá þessu verður þó að teljast atburðurinn á T.G.I. Fridays í Smáralind. Tæplega 15 krakkar löbbuðu inn á veitingastaðinn, og settust saman við borð. Þegar matseðillinn kom, þá fór fólk að snúast hugur um þennan ágæta veitingastað, því allt sem á matseðlinum var var ekki í neinu samræmi við fjáreign þessara krakka, eða á mannamáli: enginn átti pening til að kaupa sér neitt þarna. Svo allir krakkarnir ákváðu að hlaupa út, skömmustuleg að svip. Það var gaman….

29. júlí var aftur gerð tilraun til sorparahittings, nú í Kringlunni.Ekki neitt mikið markvert gerðist þar, fyrir utan það kannski þegar tvær ungar dömur réðu ekki við sig og brustu í dans. Þessar tævr stúlkur voru engar aðrar en TinnaKristin og vettlingurinn, sem ákváðu að kynnast betur með því að dansa kringum einn stiga í Kringlunni. Fögur sjón, engin spurning.

Svona var samkundulífið í júlí, eigum við ekki að gera ágústsamkundurnar ennþá eftirminnilegri?



Sorphakan!

Aukaflokkur Tunnunnar að þessu sinni er Sorphakan! Og auðvitað vita allir hver vinnur hann, enginn Annar en Worldwide fyrir þessa mynd af sér, með þennan hrikalega elegant hökutopp, einn sá flottasti á markaðnum dömur! Flottur toppur indeed, það væri flott að hafa svona ;}
Fylgist spennt með næstu Tunnu, hvaða aukaflokkur verður þá? =0



Jæja, þá erum við búin að fá að vita úrslitin fyrir júlímánuð í Tunnuverðlaununum vinsælu, fylgist spennt með næstu Tunnu, sem kemur væntanlega í byrjun september ef veður leyfir. Munið bara, verið virk á sorpinu, skrifið góðar greinar, sendið inn áhugaverðar myndir, og dugleg í þráðum og svörum, án þess þó að fara út í of mikið rugl. ÞÚ gætir kannski átt möguleika á að hreppa Tunnuna í næsta mánuði ;}

Fyrir hönd dómnefndar og allra sem að þessarri Tunnu komu, þakka ég fyrir lesturinn, og vona að hann hafi verið ánægjulegur.

Með kveðju,
Vansi =}