Tunnan fyrir júní 2006!



Tunnan! Mörg ykkar kunna kannski að spyrja spurninga á borð við “Hvað er það?” og “Tunna? Sorptunna? OMG OMG, er ég ekki fyndinn? ahahahah”. Ég svara því áður en ég byrja að greina frá úrslitunum. Í fyrsta lagi, þá ert þú ekki fyndinn. í öðru lagi, þá er Tunnan verðlaunahátíð sorpsins, verðlaun fyrir góða frammistöðu á áhugamálinu veitt mánaðarlega. Eða, það var upprunalega hugmyndin, því sá sem greindi frá úrslitum fyrstu Tunnunar bjó til allt of háan standard svo enginn þorði að gera aðra Tunnugrein, og þetta lagðist í dvala. Ekki gott *vanþóknunaraugnaráð á HerraFullkominn fyrir að vera svona fullkominn*
Þeir sem ekki skilja hvað tunnan er ennþá, þá er betri útskýring á því hér.

En nú, loksins nú, var ákveðið á strembnum adminafundi að endurvekja Tunnuna, og veita verðlaun fyrir júní 2006 í 11 flokkum, 6 flokkar fyrir innsent efni, og 5 flokkar fyrir notendurna og annað.
Þeir flokkar sem eru um innsent efni eru eftirtaldir:
Besta greinin!
Besta sagan!
Besta könnunin!
Besta myndin!
Besta kvótið!
Besta fréttin!
og svo, hinir 5 flokkarnir:
Virkasti sorparinn!
Fyndnasti sorparinn!
Ljóskulegasti sorparinn!
Eftirminnilegasta atvik frá samkundu!
Ekkisorpariensamtsorpari mánaðarins!

Já, kæra fólk, þið vitið nú í hvaða flokkum er keppt, og getið farið að krossleggja fingur yfir því að þið vinnið kannski einhvern flokk =0 Núna er bara að skella sér í að lesa þetta, með adrenalínið á milljón, er þetta ekki spennandi? Ójú, spennandi indeed!

Áður en ég tilkynni vinningshafana, ætla ég að kynna dómnefnd, sem samanstóð af 5 gáfuðum og mögnuðum og yfirnáttúrulegum sorpurum. Þessir fimm eru adminarnir fjórir, og einn aukaleynigestur =P Semsagt Gelgjan, HerraFullkominn, illA, Vansi og einn ákveðinn aðili sem er leyni, þið verðið bara að geta upp á því hver hann er! Sá sem getur rétt fær klapp á bakið.

En vindum okkur þá í sjálfa athöfnina! Við byrjum á fyrsta flokknum…



Besta greinin!

Einungis þrjár greinar voru sendar inn í júnímánuði, þ.e.a.s. greinar sem eru ekki sögur. Þær eru eftirfarandi:
(æi, damn, nenni ekki að skrifa þær upp, þið kíkið bara á greinakubbinn, kei?)
Allaveganna, samróma álit dómnefndar varð þess valdandi að greinin The How to be Cool Guide by Lazytown eftir notandann lazytown væri sú besta, þar sem hún er kaldhæðnisleg, glettin, og reyndar, gerð í gríni.
Til hamingju lazytown =}



Besta sagan!

Þessi flokkur var einn af þeim viðameiri, þar sem margar sögur voru sendar inn í júní. Reyndar flestar á greinakubbinn í staðinn fyrir sögukubbinn, en oh well, það verður bara að hafa það….
Valið var ekki létt, en á endanum tókst dómnefnd að gefa einni sögu, sem er reyndar í þremur hlutum, sigurinn. Vinningsagan heitir Skuggaprinsinn og er eftir notandann Pattmannarekur. Ef þú vil lesa hana, þá er partur eitt hér, partur tvö hér og að lokum partur þrjú hér.
Góð saga, endilega komið með fleiri svona skemmtilegar vandaðar sögur, en þá helst á sögukubbinn takk!



Besta könnunin!

Þessi flokkur var tvísýnn fram á síðustu stundu, þegar valið stóð á milli tveggja spennandi kannana. Þær voru ólíkar, hvor með sinni áherslu, og dómnefnd skiptist í tvennt um afstöðu sína. Eftir mikið þras, sannfæringar, og skoðanabreytingar, stóð ein uppúr. Þetta er könnunin Yjkulio lopleke tilepsio urgano? eftir notandann mcr. Fannst dómnefnd þessi könnun vera kaldhæðnisleg, öðruvísi, frumleg, en samt ekki of mikið bull. Síðasti valmöguleikinn, “Ætli það sé ekki bara rigning” er þó talinn hafa gert gæfumuninn, þar sem nokkrir fóru að hlæja að því.
Fín könnun, vantar fleiri svona, eða fleiri almennilegar, frumlegar, skemmtilegar, fyndnar, o.sv.frv. Skilið?



Besta myndin!

Myndir. Margar myndir koma inn á sorpið, en samt var sú mynd sem valin var ekki send inn á sorpið sem mynd, heldur sem svar við 50% af þráðunum á sorpinu og forsíðunni. Þið vitið hvað ég er að tala um, ekki satt? Jú, auðvitað vitið þið það, litlu naggrísaspeglarnir mínir.
Semsagt, mynd mánaðarins er engin önnur en Myndin af sjáfum Jesús að segja “thanks for the info!” sem notandinn Rohypnol hefur linkað svo margoft í í svörum sínum, og það er varla nokkur manneskja í heiminum sem ekki hefur séð þessa mynd, þökk sé henni. Eða, segjum bara að allir hafi séð hana, er það ekki bara best?



Besta kvótið!

Þetta var svaka erfiður flokkur. Þar sem sorparar eru nánast hættir að tala saman á sorpinu, og tala bara saman á msn, koma flest góðu kvótin fram á msn, og það er ekki hægt að setja þau í kvóts á sorpinu. Eina sem kom í kvóts á sorpinu í júní var gamalt kvót frá Moonchild, en það var ekki hægt að nota það, þar sem það var síðan í febrúar eða þar um bil, akkúrat þegar síðasta Tunnuafhending var. Þið verðið að fara að segja eitthvað fyndið á sorpinu krakkar mínir…
Allaveganna, við leituðum, og fundum langt skemmtilegt kvót, sem kemst ekki í kvóts, en vinnur samt Tunnuna fyrir það. Skrýtið, ég veit það. Það var hún Kaea sem skrifaði snilldarlega rímu um illA, og link á það má finna hér.
Fyrir þá sem ekki nenna á linkinn, ætla ég að skrifa upp vísuna eftir hana Kaeu:

“er ort um mig?
getur það verið?
ætti ég þá að yrkja um þig?
og gefa þér köku gerið?

Alli, þú ert spesaður gaur
já.. alveg fyrir fimmaur
þú ert ættaður af vogunum
fæddist útaf logunum
sem var á milli mömmu þinnar og pabba
já þau voru útað labba
settust niðrí gras
þetta var smá bras
en þau dodo gerðu
og ríðinginn hertu (rímar ekki, ég veit)
á endanum komst þú
þú varst alveg útúr kú
því þau höfðu notað varnir
en hví komu þínar garnir?
jæja.. þú stendur þó hér í dag
og syngur eitt lag
um foreldra þína og þeirra einkalíf
já, munið að nota hlíf
annars endið þið með lítinn Alla
og lítinn Kalla”
© by Kaea

Vitði, þið verðið að fara að skrifa fleira glettið, og biðja admina að setja það í kvóts, það er bara ykkar skylda! Skilið? Annars, til hamingju Kaea, þú átt framtíðina fyrir þér í að skrifa rapptexta um admina.



Besta fréttin!

Svo virðist sem að The Sorp NewsGroup sé að syngja sitt síðasta, það komu bara inn 3 fréttatímar í júní, meðan þeir eru vanalega 20 eða fleiri =0 Eða, ættu að vera 20 eða fleiri ¬¬
Þetta voru samt 3 góðir fréttatímar, og ég vil hrósa OfurKindinni, supernanny og Kaeu fyrir að hafa nennt að skrifa þá. Til hamingju =}
Besta fréttin var samt, að einróma áliti dómnefndar, úr Fréttatímanum þann sjötta sjötta núllsex, eða 060606 sem má yfirfæra sem 666 =0 eftir supernanny, og er það frétt að nafni Tinna a.k.a. Bob og svaðalegheit hennar! sem hlýtur þessi verðlaun. Núna ætla ég að endurskrifa fréttina hingað:

"Tinna a.k.a. Bob og svaðalegheit hennar!
><
Eftir að Fríða tamdi dýrið, eftir að Alladín frelsaði andann, eftir að Simbi varð konungur, áður en þessi auglýsing um Litlu Hafmeyjuna var birt, var lítil stelpa, sem átti sér stóra drauma. Sú sem er búin að flytja til Reykjavíkur er: Tinna.. ÍÍÍK!!1 TinnaKristin hleypur uppá svið til að taka við Good Luck in Reykjavík gjöfinni og fer uppað ræðupúltinu. TinnaKristin: Kæru Reykvíkingar. Mér er það sannur heiður að geta glatt hver hjört… *supernannyhvísl* TinnaK: Ertu að segja að það var ekki ég? *supernannyhvísl* TinnaK: ..og að ég sé að gera mig að algjöru fífli? *supernannyhvísl* TinnaK:..og að ég ætti ekki að endurtaka allt sem þú segir? *supernannyhvísl* TinnaK: ..og að þetta sé farið að minna á Svamp Sveinsson atriði? supernanny: OH FOR CRYING OUT LOUD það var Tinna a.k.a. Brighton Bob!! -TinnaKristin labbar af sviðinu með rigningarský yfir hausnum. Brighton: JEEEEEEAAAAAAAAAHHHHHH!!!! Ég er SVO merkileg í dag =D *étur gjöfina* vá maður, whoa, víí, ahhh, búist við því að ég éti ykkur á samkomum!"

Jahá, alveg virkilega frábær frétt, eins og búast má við, ég meina, þetta er nú frá langlífasta fréttamanni TSNG ever!



Jæja, núna er hálfleikur, endilega standið upp frá tölvunni núna, fáið smá hreyfingu, kannski áfyllingu á kókglasið, eða eitthvað meira? We'll be right back með the seinni hluti of the úrslit from the Tunna.



Já, gott hjá ykkur, að gera svona mikið í hlénu. Höldum þá áfram, yfir í seinustu 5 flokkana, sem eru verðlaun fyrir notendur á sorpinu, hver er öfgakenndasti notandi á hverju sviði, svo um samkundur og að lokum ákveðin surprise verðlaun.



Virkasti sorparinn!

Þetta var erfitt val, þar sem margir virkir sorparar stunda sorpið af krafti, en ein manneskja stóð uppúr, manneskja sem vinnur við það að skoða huga! Engin önnur en…. Brighton okkar góða! Brighton byrjaði sorpmennsku sína á seinasta ári, en var enginn stór sorpari, fyrr en á þessu ári. Svo óð hún gegnum eld og brennistein, byrjaði að kynnast fleiri og fleiri sorpurum, og að lokum flutti hún til Reykjavíkur, frá gamla heimili sínu á Akureyri. Þar fann hún sér vinnu þar sem hún gat verið allan daginn á huga, og gerði gott betur en það, eyðir núna öllum stundum í huga, bæði í vinnunni og heima. Hún er vel að þessum titli komin, til hamingju! =}



Fyndnasti sorparinn

Þetta var einnig erfitt val, þar sem það eru þónokkrir fyndnir einstaklingar á meðal vor. Að þessu sinni var sá sem valinn var fyndnasti sorparinn gamall sorpari, sem var eitt sinn ofvirkur, en hefur minnkað sorpnotkun sína. Engu að síður kemur hann reglulega með svör, og það má segja að helmingurinn af öllum svörum hans á sorpinu veki upp kátínu frá fólki. Þessi einstaklingur á fjögur kvót í “kvóts”, og geri aðrir betur! Já, ég er ekki að tala um neinn annan en hinn eina sanna Moonchild, metalhausinn síkáta, sem er vel að þessum titli kominn. Til hamingju Moonchild! =}



Ljóskulegasti sorparinn!

Þessi flokkur var ekki fjölmennur, við erum búin að missa margar góðar ljóskur burt af sorpinu, samt er ein stúlka sem er ennþá í fullu fjöri, og ljóskulegri en ekta ljóskur, stúlka sem gengur undir nafninu Kaea á huga! Titilinn hlýtur hún ekki vegna einhvers ákveðins komments, heldur vegna þess að hún heldur að hún geti platað fólk til að halda að hún sé ekki ljóska, með því að lita hárið á sér dökkt! Góð tilraun segi ég nú bara, en það sést samt ennþá að þú ert ljóska. Til hamingju Kaea ljóska! =}



Eftirminnilegasta atvik á samkundu!

Aðeins ein samkunda var haldin í júní, og var þar margt um dýrðir. Mikill fjöldi mætti, allir höfðu gaman, sumir voru skemur en aðrir, en þetta stóð yfir í nokkurn tíma, langt fram á kvöld! Þessi samkunda var vel heppnuð fannst flestum, hinir geta bara farið að nöldra í einhvern… Ekki mig samt, kei?
Allaveganna, þar sem aðeins rúmur helmingur dómnefndar mætti á þessa samkundu, þá gat aðeins helmingur greitt atkvæði um það hvað var eftirminnilegast. Bíllinn var skemmtilegastur, eða það var mat dómnefndar þegar upp var staðið. Þetta lýsir sér þannig að Gelgjan, sem er komin með bílpróf, fékk bílinn hans bróður síns lánaðan, sem er fjögurra dyra nokkurra ára gömul Toyota Corolla. Við á samkundunni vorum u.þ.b. 12, og bíllinn var 5 sæta. Þá var byrjað að reyna að troða fólki inn. Það komust reyndar ekki margir inn, bara 9 eða 10 þegar mest var, samt mjög góður árangur! Þetta var gaman, þó að þetta væri svaka þröngt!



Ekkisorpariensamtsorpari mánaðarins!

Einum meðlimi í dómnefnd fannst að verðlauna þyrfti þann sem væri ekki beint sorpari, en samt pínu. Semsagt, ekki sýnilegur, heldur undercover, þið skiljið?
Allaveganna, þetta var mjög auðvelt val, sú sem varð fyrir valinu er engin önnur en hin fræga fantasia! Hún skrifar sjaldan á sorpið, er samt oft inni á því, mætir á samkundur og fleira. Þetta er mjög skemmtilegur hugari, gáfuð, með sterkar skoðanir, og á þennan titil alveg fyllilega skilið! Til hamingju fantasia! =}




Jæja, þá er þetta búið, úrslit í öllum flokkunum 11 hafa verið tilkynnt, og vil ég fyrir hönd dómnefndar óska vinningshöfum til hamingju. Við ykkur hin sem ekki unnuð neitt vil ég bara segja: Ekki gefast upp, sorpist sem mest þið getið í júlí, þá gætuð þið fengið verðlaun ;o

Ég þakka fyrir mig, verið þið sæl sorparar.

Kveðja,
Vansi =}