Hmm.. nenni ekki að gera svona typical fréttir.. fattaði samt leið og ég var búin að gera fréttirnar að TinnaKristin gerði fréttir í svipuðum stíl fyrir ekki svo löngu.. oh well! fréttir eru þetta engu að síður ^^
þetta eru s.s. fréttir í sögustíl og ég er að gera þær núna því að ég veit að birtacute mun ekki gera fréttir í dag og ég get ekki gert þær á morgun.. hver vill gera þær þá?

———




Dag einn í hinu fjarlæga sorp ríki var maður að nafni kmobo. Hann var grátandi, hann grét og grét og var óhuggandi, reyndar ekki úr sorg heldur gleði. Menn allstaðar að komu til að gá hvaðan hamingja hans átti uppruna sinn, allir komust þeir að sömu niðurstöðu; hann var að horfa á Aristocats, afsakið, AristocRats.
Fólk öfundaði kmobo yfir þessari miklu hamingju, og hann tók eftir því. Hann gaf fólki gott ráð, að horfa á myndina. Sumir gugnuðu en aðrir hlupu út á leigu, notuðu skjáinn eða einfaldlega dl henni. Eftir þetta varð kmobo þekktur undir nafninu vitringurinn

2 árum eftir speki vitringsins kom konungur frá fjarlægu ríki, að nafni fjarhundur, með auglýsingu. Í ljós kom að hann var að auglýsa bíl þar sem litlar mexíkanskar fjölleika mýs fóru með aðalhlutverkin. Mýsnar nutu mikillar vinsælda og fjarhundur varð ríkur maður.

Karitas9 var ung stúlka frá sorp ríkinu. Hún var mjög spurul stúlka og spurði gjarnar um ótrúlegustu hluti. Ein spurning hennar naut sérstakrar athygli en hún hljóðaði svona; “Hversu margir hérna eru með sjálfan sig á msn??”
misjöfn svör voru við þessari spurningu og hver veit hvort karitas okkar níu sé einhverju nær.

RobbieFowler var fótboltamaður sem keppti með úrvalsliði sorpsins. Horfði hann á Eurovision og var víst ekki sáttur, sendi hann því Sigmari, íslensum þuli keppninar, bréf þar sem hann kvartaði undan húmorsleysi hans. “Ég vill bara vita afhverju þú heldur að það sé eitthvað að þjóðum sem eru með húmor og gefa Litháenska laginu semsé 12 stig.” sagði hann meðal annars og bætti svo við “Mér finnst bara góður húmor í því og þósvo ég hafi haldið með Finnum þá fannst mér Litháen vera með eitt af betri lögunum.” Bréfið endaði hann svo á orðunum “Ein spurning, ertu búinn að fá leyfi til að borða hattinn hans Hallgríms Helgasonar???” við mikinn fögnuð nærstaddra sorpara.
Einnig kom fram að Sigmar fékk ekki leyfi til að éta hatt Hallgríms. RobbiFowler varð virtur fyrir þetta atvik en varð mjög umdeildur.

Ofurkindin var ungur skáti er fékk viðurnefnið 'kjáni' er hann sagði frá því að hann hafi hlaupið heim til sín til að passa í ísjökulkulda og þótti það ekki sniðug blanda. Ofurkindin kom með formúlu að svima sem var svo hljóðandi; ískuldi + sjóðandi hiti = Svimi. Í kjölfar þessara formúlu kom hann með gott húsráð, vera í úlpum, ekki hlaupa að gera snöggar hreyfingar úti og koma svo beint inn.
Nú var kmobo kominn með samkeppni en þar sem aðeins einn gat verið vitringurinn fékk ofurkindin einfaldlega viðurnefnið 'kjáninn' eins og hefur komið fram framar.
Einnig gerði hann grín af vini sínum sinsin sem þurfti að bera út næsta morgun og bað fólk um að kasta símum í hann sinsin en hann ætlaði að skalla hann.


ORiely var bóndi langt uppí ruslafjöllum. Átti hann þar konu góða og mörg börn.
ORiely hélt mest uppá elsta son sinn Harald, en hann var mp3 spilari.
Haraldur átti þó við veikindi að stríða og olli það ORiely miklu hugarangri.
En þótt að Haraldur dæi átti hann þó mörg önnur börn. Þau Hákon 'sjónvarp', Jón Árna 'PS2', Alla 'geisladisk', Atla 'kassagítar', Sindra 'rafmagnsgítar', ‘Kötu’ DVDtölvuleik, Patta 'gítarnögl', Huga 'bók', Leif 'rúm', Hannes 'útvarp', Birta 'sími', Bryndís 'hilla' og svo loks Guðmund 'ruslatunnu'.
lifðu þai öll hamingju söm þarna uppi í fjöllunum.



Ójá, sorparar eru misjafnir eins og þeir eru margir, þessar sögur eru dæmi um það!
Einnig.. ef einhver sem var á samkomunni vildi vera svo vænn að skrifa brot um hana þá má hann/hún endilega gera það og ég get þess vegna bætt því inn ^^
nenni því svooo ekki núna.. :)

og svo má líka alveg kommenta..
Deyr fé, deyja frændur,