Erum inni á skrifstofu TSNG, þar sem Birta (birtacute) og Kata (kaea) eru að keppa… á rúllustólum
“ÉG ÆTLA AÐ VINNA.. SAMA HVAÐ ÞÚ SEGIR!” öskrar Birta
“pfff.. ég vinn” segir Kata og tekur frammúr Birtu
“aaaaaaaaaaaaaaaaaaa…!” öskrar Birta og dettur “þú ýttir mér *gasp*”
“neids!” segir Kata og heldur áfram og rúllar í gegnum vinningsband sem var búið til úr sokkum sem þær voru búnar að binda saman “en ég vann sammt”
“pfff.. þetta er asnalegur leikur” sagði Birta “annas, veistu hvað klukkan er?”
-“Já.. sá-tími-sem-þú-átt-að-vera-að-segja-fréttir!” svaraði Kata
“NEI !, það eru sammt íþróttafréttir núna” Segir Birta en hleypur sammt inní stúdíóið eða það sem maður tekur upp í og skylur Kötu eina eftir með allt í rúst á skrifstofunni.
þá koma Bryndís (supernanny), Jóhann Óli (Bambino19) og Jón Árni (OfurKindin) inn og spurja Kötu hver fjandinn hafi komið fyrir hérna.
“við vorum bara að leika okkur” svaraði Kata
“leika okkur meika okkur.. þið eruð hérna til að vinna, ekki leika ykkur” sagði Bryndís reið
“Já! annas, hvað voru þið að gera nákvæmlega?” spurði Jóhann Óli
-“vorum að leika okkur á rúllustólunum” sagði Kata, en skammaðist sín þó nokkuð mikið fyrir það
samræðurnar héldu lengi áfram en núna verða sagðar fréttir

Birta: vansi perri? Bjossas sagði Vansa vera perra, Tinna (TinnaKristin) er með Vansa hjá sér akkúrat núna, gefum henni bara samband, Tinna ertu þarna?
Tinna: Já.. hæ, ég er hérna með hann Vansa hérna hjá mér og var að spáá í hvort ég fengi að spurja þig nokkurra spurninga?
Vansi: ef þú kemur með mér á rúntinn á eftir litla mín, ég get keypt handa þér póníhest?
Tinna: erhm.. “er að vinna frammeftir” - þvímiður!
Vansi: vinna? vinna? bíddu, VINNA?
Vansinn labbar vonsvikinn út
Tinna: eeee… já, ég veit ekki alveg hvað þetta var en ég þarf víst að fara ná í hann, yfir til þín!
Birta: ööö.. já ég veit ekki laveg hvað þetta var en þá er bara komið að næstu frétt, Hákon? (kmobo)
Hákon: Já, takk. Hann Zuul ber nú mun minni virðingu fyrir foreldrum sínum, þeir bönnuðu honum víst að fara á samkomu, synd og skömm, eftir að hafa reynt að tala við þau, fór hann niður í kjalla hjá sér, kýldi vegg og meiddi sig.
Birta: það er ekki nógu gott, vonum að hann nái að tala þau eitthvað til og fari á samkomu, en takk fyrir þetta Hákon.
Hákon: Já, ekkert að þakka
Birta: Það kom nooookkuð skemmtilegur korkur, alla leiðina frá Flóórída, en Tinna (Brighton) veit meira um málið…
Tinna: Já, það var hann Shadowfaxx sem sendi inn kork fá Flórída, hann er búinn að fara hátt og lágt, sjá stór og lítil dýr og eyða heilum 350 dollurum, gott allavega að vita að hann skemmtir sér vel.
Birta: Váááá.. það er alveg….. FULLT af pening!
Tinna: ójá!
Birta: iPod miniiiii? anyone?
Sólveig (solabola) kemur undan fréttamannaborðinu og segir: Já.. hann Bjossas er að seeeelja, eða kanski bara að reyna losna við hann.. allavega var alveg áhugi hjá sumum, enginn búinn að kaupa enþá, held ég.
Birta: Nei.. Sóla, what a surprise, hvað vastu að gera undir borði?
Sóla: var að reyna að finna peninga á gólfinu, langar í iPod mini!
Birta: erhm.. já okay.. gangi þér vel !
Sóla: Jáds, takk, bææ!
Birta: mér skilst að hún Aníta (anitaa) sé með hann Pattmannarek hjá sér.. Halló? Aníta? heyriru í mér?
Aníta: Já, vel.. en já ég er með hann Pattmannarek hjá mér, ætla fá að vita, Pattmannarekur hvernig fannst þér samkoman?
Pattmannarekur: ég var MJÖG stressaður og sagði mjög lítið, annas var bara gaman sko
Aníta: æði, geturu hugsað þér að fara á aðra samkomu?
Pattmannarekur: Já! ekki spurning!
Aníta: það er nú gott að heyra, en við kveðjum hérna úr þinghúsinu
Birta: æði að fólk skemmti sér, en gamanið var víst bara að hefjast núna í kvöld hjá meaniac og Mizzeh, Elísabet (StrangEEr)?
Beta: Jááá, gamanið byrjaði bara seint hjá þeim tveim, bara pizza og huggelegheit, vona þeir hafi skemmt sér
Birta: jááá… langar í pizzu!
Beta: æj mig líka
Birta: heyrðu, takk fyrir þetta.. fleira í fréttum? Alli (illA)? hvað fengum við margar myndir og hvað margir korkar í Ruslafötuna?
Alli: Fengum nákvæmlega tvær myndir í dag, eina sem var úr Monthy Python og aðra sem var meira svona…. litblindupróf eiginlega
Birta: Litblindupróf?
Alli: Jáááá.. eða æji veit ekki hvað þetta var! En svo komu alveg 3 korkar í ruslafötuna. Held það sé þá komið.
Birta: jahá.. takk fyrir það.. allavega þá er fréttum lokið í kvöld.

Vil samt afsaka ef einhver nöfn eru vitlaus eða stafsetningarvillur í textanum….. annas bara
Takk fyrir að lesa :)