Einu sinni var kanína sem hét Kansla og hún átti vin sem var broddgöltur og hét Broddi.
Kansla var á litin eins og Kalli Kanína en Broddi bara eins og broddgeltir eru venjulega.
Þau áttu heima í skógi sem hét Lumbruskógur.
Núna var sunnudagur og eins og venjulega á sunnudögum var ekkert að gera,þau sátu
í litlu rjóðri og létu sér leiðast.
Þá sagði Kansla:”Það er svo leiðinlegt hérna á sunnudögum”.
Broddi:”Ég veit,það er ekkert að gera”.
Kansla:”Þá verðum við bara að finna okkur eitthvað að gera”.
Broddi:”Já,en hvað getum við gert,mér dettur ekkert í hug”.
Kansla:”Ég veit,förum í feluleik”.
Broddi:”OK,þú byrjar að ver’ann og þú átt átt að telja uppá 50”:
Kansla :”OK”
Svo fór hún upp við tré og byrjaði að telja: “1,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11
12,13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,23,24,25,26,27,28,29,30,31,
32,33,34,35,36,37,38,39,40,41,42,43,44,45,46,47,48,49,50”.
Svo byrjaði hún að leita. Hún kíkti bakvið stein en Broddi
var ekki þar. Þá sá hún tré með holu í og klifraði uppí það og kíkti í
holuna en þar var bara ugla. Hún flýtti sér niður úr trénu því hún
var hrædd við uglur.



Hún gáði í holan trjádrumb en þar var bara refaungi, hún hljóp í burtu því hún var líka
hrædd við refi. Hún kíkti inn í runna og þar var Broddi.
“FUNDINN” sagði Kansla.” Nú átt þú að ver’ann.
Broddi fór að telja uppá 50 og Kansla fór að leita að felustað.
Hún fór oní kanínuholu því Broddi mundi aldrei finna hana þar.
Hún var lengi í holunni og svo var henni farið að leiðast svo að hún fór
útúr henni. Þá kom Broddi og sagði “FUNDIN”. Nú nenntu þau ekki að
vara lengur í feluleik,en það var komið kvöld og mamma hennar Könslu
kallaði á hana: “KANSLA,ÞÚ ÁTT AÐ KOMA INN”.
Þá sagði Kansla:”Verð að fara,bæ”
“Bæ” sagði Broddi. Síðan fór Kansla heim og hún fór að sofa.
Hún var ekki ánægð því á morgunn var mánudagur og þá átti hún að
fara í kanínuskólann.
Maybe this world is another planet's hell.