Einu sinni var læða sem hét Shira.Hún var kolsvöt með snöggann feld og gul augu og frekar lítil.Hún átti kærasta sem hét Mandy.Hann var
brúnn og loðinn og líka með gul augu en kans augu voru appelsínugul í kringum augasteininn.Þau voru bæði villikettir.Einn daginn voru þau í fjörunni að leita að mat.Shira labbaði framhjá stórum kletti.Þá sá hún eitthvað rauðappelsínugult.Þegar hún kom nær sá hún að þetta var dauður krabbi.Hún kallaði:“Mandy,ég fann krabba” og þá kom hann hlaupandi.Þau skiptu
krabbanum á en borðuðu ekki skelina.“Hann er góður” sagði Mandy.Um kvöldið var partý í eyðibýli sem kettirnir kölluðu Partycat.Þar var músik í vasaútvarpi sem kisustrákurinn Brandur hafði fundið úti í móa.Þar var meira að segja spegladiskókúla sem kisustelpan Mjása hafði fundið úti.Mandy og Shiru fannst gaman í partýinu
þau dönsuðu Partýkisudansinn sem er mjög sniðugur.Þau stóðu á afturfótunum og settu framfótana saman.Þau fóru tvo hringi svo eitt hopp og svo lyfti hann henni upp og lét hana fara í kollís yfir sig.Þetta gerðu þau aftur og aftur því þeim fannst það svo gaman.Lagið sem núna var spilað í vasaútvarpinu var:


Loly
I myster Loly
I have nobary
afon my on


Þau fóru nú að dansa vangadans í smá stund og síðan dönsuðu þau kisuvalsinn.Þegar partíið var búið fóru Shira og Mandy í fjallgöngu.Þegar þau voru næstum komin upp fóru þau að klifra í klettum.Síðan fóru þau upp á toppinn og horfðu á útsýnið,þau sáu fjörunna ,eyðibýlið Partycat ,kaupstað og margt fleira.Þegar þau fóru niður klifruðu þau aftur í klettunum.Á leiðinni niður veiddu Shira og Mandy bæði fugla sem þau borðuðu með bestu lyst.

Daginn eftir fóru þau í kaupstaðinn.Þar bjó kelling sem vildi alls ekki hafa villiketti í garðinum sínum.Alltaf þegar þau fóru í garðinn kom kellingin út með kúst og reyndi að lemja þau með honum.


Þau fóru að stríða henni og hún kom út með kústinn sinn en þau sluppu.Seinna um daginn fóru þau aftur í fjörunna að leita að mat.þá fundu þau dauðan humar sem þau skiptu á milli sín.
“Þetta er miklu betra en krabbinn” sagði Mandy.

Um nótina sváfu þau undir bíl.Þar gerðu þau hluti sem ekki verður sagt frá hér því þá væri þetta dónaleg saga og öruglega bönnuð börnum.

Daginn eftir fóru þau aftur í kaupstaðinn.Þar var útiveitingastaður sem þau fóru oft á og átu það sem fólkið mysti niður.Þar var gömul kona sem sá þau og sagði:“Æ,greyin er engin sem sér um ykkur”?Þau hristu hausinn.“Viljiði ekki koma og búa hjá mér´”sagði hún.Þau kinkuðu kolli.“Eigum við þá ekki að koma heim”.
“mjá” sögðu þau bæði í einu.
Þau fóru svo heim með gömlu konunni og voru ánægð hjá henni.
Maybe this world is another planet's hell.