Af hverju? - Kæri Charlie. Kæri Charlie.
Þú veist að ég elska þig.
Ég vil að þú haldir áfram,, finnir þér ef til vill aðra stelpu.
En samt að muna okkar stundir.
Bæði þær bestu og þær verstu.

Hlustaðu á hvíslið í trjánum.

Þín,
Nala.



Ég kláraði bréfið og stakk því í lítið umslag.
Trítlaði niður stigann og náði í töskuna mína.
Náði í litlu krukkuna, það hringlaði.
Þetta fallega hljóð.
Opnaði ísskápinn og náði mér í flösku af Powerade.
Það heyrðist ekki eitt einasta hljóð þegar ég læddist upp aftur.

Opnaði pilluboxið, 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, í lófanum.
Tappinn lá á dauður gólfinu. Enda var hann mjög dauður.
Skellti töflunum í mig, og skolaði niður með því að þamba minn uppáhalds drykk!
Lagðist hjá þér og kúrði mig inn í þig.
Setti hendur mínar á bringuna og þrýsti mér enn meira til þín.
Lagði lykt þína á minnið, undarleg blanda af mýkingarefni og sígarettum.
“Charlie,, Ég elska þig.” Hvíslaði ég og tár rann niður kinn mína.

“Nala,?”
Hún lá á gólfinu og andaði með erfiðleikum.
Charlie bograði yfir henni, með kaldan þvottapoka og sæng.
Allir gluggar höfðu verið opnaðir.
“Ekki gera mér þetta,” hvíslaði hann, og ég fann að tár draup niður í lófan á mér, “Ekki fara frá mér.”
Hann hafði aldrei grátið áður.
“Hvað,,?” Sagði Nala veiklega og reyndi að lyfta höfðinu.
Charlie hélt á bréfinu, með tárin lekandi niður kinnarnar.

Hún horfði á hann með fallegu bláu augunum og hvíslaði, “Eilífðin liðast niður kinnar þínar í formi tára.”


Kæra mamma, pabbi, Ann og Timéz.
Ég sakna ykkar svo hræðilega mikið.
Ef þið hefðuð bara farið fyrr af stað,, í staði fyrir að hugsa um mig.
Ef þið bara hefðuð flýtt ykkur út.
Þá væri allt öðruvísi.

Bara ef þið væruð hjá mér.

Ykkar,
Nala.




Bréfið og rósin enduðu á legsteini mömmu.
Enda treysti ég henni mest af öllum í heiminum.
Tek fram hnífinn sem ég fann í jakkavasa Timéz.

Blóðið rennur og hún liggur hreyfingarlaus á miðjum kirkjugarðsstígnum.
Síminn hringir…en enginn svarar.



<s>Hann situr í rólunni og grætur.
Öskrar út í myrkrið, “Af hverju?
Hlustar á hvíslið í trjánum.
Vonandi að einhverntíman muni hún svara honum.</s