Einu sinni var strákur sem hét Foringinn. Hann var Sorpari sem var heldur sérstakt fyrirbæri. Sorpari býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum, eða göldrum. En hann hafði ekki uppgötvað þá hæfileika, að minnsta kosti ekki strax. Hann Foringinn var venjulegur drengur, stundaði skák að miklum krafti og stundaði skólann eins og á að gera það. Hann var mjög klár og hugrakkur, en kannski ekki í kvennamálunum. Hann átti eftir að kynnast mikið af skemmtilegu fólki…..

*bank,bank,bank,*. “Vaknaðu”!!!! sagði Foxyme. Hún var geðstirð frænka Foringjans. Hann vaknaði og steig úr litla rúminu sínu og klæddi sig. Hann fór fram til að borða morgunnverð. Devotion frændi var að steikja handa sér beikon og egg. Hann var geðstirði frændinn og var ekki mjög skemmtilegur við Foringjann. Foringinn fór og setti brauð í ristavélina og náði sér í álegg. Svo tók hann brauðið úr ristavélini og byrjaði að smyrja brauðið. “Sestu niður og éttu matinn þinn!” sagði Devotion frændi.
Eftir mat fór Foringinn í herbergið sitt til að horfa á sjónvarpið. Eftir nokkra tíma af tilgangslausu sjónvarpsglápi heyrir Foringinn skrýtið hljóð fyrir utan gluggann. Hann fer og kíkir út um gluggann en sér ekkert. Hann fer þá bara að horfa á sjónvarpið á ný. Þegar kominn var háttartími heyrði hann þetta hljóð aftur. Hann fór þá aftur að glugganum og horfði vel og lengi út. En aftur sá hann ekki neitt. En hann fór bara að sofa.
Næsta morgunn vaknaði hann eins og alltaf, Foxyme frænka vakti hann með látum kl. 7 um morguninn. Það var fallegur dagur en hann var ekki jafn fallegur þegar hinn leiðinlegi frændi hans, MadClaw kom heim úr sumarbúðum. MadClaw var alltaf að stríða Foringjanum sem enga vini átti. Dag eftir dag var þetta svona hjá Foringjanum þar til eitt kvöld. Þá heyrði hann þetta hljóð aftur. Hann hafði heyrt þetta hljóð svo oft að hann var byrjaður að taka því sem sjálfsögðum hlut. Hann fór út í garð til að reyna að finna það sem var að valda þessu hljóði. Hann leitaði í öllum runnum og á milli allra trjána. Hann var að fara inn er hann heyrði þetta aftur. Þá hljóp hann að einum runna sem hann hafði gleymt. Hann kíkti bakvið hann og sá eitthvað sem hann hafði aldrei séð áður, og áður en hann vissi af var veran búin að stökkva á hann og slá hann í hausinn og allt varð svart…

Hvaða vera var þetta ? Var Foringinn í hættu ? Lesið næstu sögu um Foringjann og Sorpið mikla….