Óvina saga 6. Kafli Part I 6. kafli: Álfarnir, Part 1


Vika var liðin frá því að Halldór, Leifur og Benni komu til álfanna og allan þann tíma hafði Halldór verið að læra um trú og reglur Óvina, einnig hafði hann verið að uppgötva mátt sinn og höfðu Leifur og Benni verið að kenna honum hvernig hann gæti notað hann.
Arnór fylgdist áhugasamur með Benna kenna Halldóri. Halldór var að reyna að láta rigna á ákveðinn stað – það erfiða við þetta var að ráða stærð og staðsetningu rigningarinnar, það var ástæðan fyrir að þeir voru allir holdvotir.
“Ég sé að þú ert að skemmta þér, Arnór Ung-lingur” Arnór hafði ekki tekið eftir því að bróðir hans, Hafliði, hafði komið aftan að honum – sem að var ekkert skrítið þar sem að Hafliði var 50 árum eldri en hann og þar af leiðandi hljóðlátari en Arnór, það hljóðlátur að hann gat ekki einu sinni heyrt í honum. Ástæðan fyrir því að Hafliði hafði kallað Arnór Ung-ling var sú að allir á hans þroskastigi báru titilinn Ung-lingur; Hafliði elskaði að kalla hann það vegna þess að Arnór hafði einungis nýlega – eða fyrir fjórum mánuðum – fengið að bera titilinn og var þar með ekki lengur Smá-lingur og hafði miklu meira frelsi og fleiri skildur.
“Já, þar sástu rétt, Hafliði Hálf-ungur” svaraði Arnór og glotti; allir vinir og jafnaldrar – og sumir yngri – Hafliða voru orðnir Ung-menn á meðan Hafliði var mjög seinn til og var enn Hálf-ungur. Á meðan Hafliði hafði verið mjög fljótur að hækka um þroskastig þegar að hann var yngri þá hafði hann, vegna margra óhappa og prakkarastrika, verið mjög lengi Hálf-ungur, ekki bætti það lýðan hans heldur að Arnór hafði verið einn af þeim fyrstu í mjög langan tíma til að verða Ung-lingur.
“Allt í lagi öllu gríni hætt núna. Ég kom hingað til að segja þér að hinn maðurinn – Leifur? – hefur verið í þrjá klukkutíma hjá Öld-ungunum” Öld-ungarnir voru æðsta staða sem að karl Álfar gátu náð; kvenn Álfar gátu orðið drottningar og næst æðst – fyrir utan prinsessu – var forseti Öld-unganna, en þær gátu ekki orðið eðlilegir Öld-ungar. En það sem að þær upplýsingar sem að Hafliði hafði gefið honum gátu táknað varð Arnóri ekki ljóst fyrr en hann varð mikið eldri.

Halldór og Benni voru byrjaðir að æfa sig með sverðum þegar að Leifur kom loksins aftur. Hann virtist vera hugsi og það var eins og það lægi mikið á herðum hans.
“Veriði búnir að þvo ykkur og skipta um föt, það verður kvöldverður fyrrir alla Álfana í kvöld, við verðum heiðursgestir, þetta verður eitthvað formlegt.”
“Hvað varstu að gera í allan dag?” spurði Halldór.
“Ekkert” svaraði Leifur.
Þegar að Benni og Halldór voru komnir ofan í trébaðkar, þá sagði Benni “Hann var að tala við æðstu Álfana, Halldór, mér finnst það líklegt að við förum á morgun.”
“Var það þessvegna sem að hann var svona utan við sig?” spurði Halldór.
“Nei, mig grunar að það hafi verið eitthvað annað, þar sem að Leifi finnst hann þurfa að komast héðan til mikilvægari mála, þá efa ég að það sé þessvegna.”

Það var komið seint kvöld þegar að kvöldveðurinn byrjaði. Öll Álfabyggðin var mætt, þúsundir Álfa, Halldór hafði aldrei séð neitt þessu líkt; það var svo ótrúlega fjölmennt.
Halldór sat við hliðin á Arnóri og Benna – og aðeins lengra var Leifur – á aðalborðinu, með Drottningunni og hinum svokölluðu Öld-unum. Halldór tók eftir því að Arnóri fannst þetta greinilega mikill heiður.
Allir á borðinu báru árin vel – enginm Öld-unganna leit út fyri að vera eldri en virðulegir fimmtugir menn þó svo að sá elsti væri tæplega 500 ára – en þó enginn eins vel og Álfadrottningin; hún var fegurðin uppmáluð, þetta síða, ljósa hár, þessi djúp-bláu augu, þessi fagra ljósa húð, hún leit út fyrir að var tvítug kannski þrítug, en samt mesti viskubrunnur alheims, en hún var einhversstaðar að nálgast 250 afmælisdaginn sinn. Prinsessan dóttir hennar var næstum eins fögur og móðir hennar en var töluvert yngri, eða einungis 100 ára og sat hún með eldri bróður sínum, Kristjáni, sem að var unglegur og myndarlegur og miðað við Álfa var hann líka algjör risi eða u.þ.b. 5 fet og 10 tommur en meðalhæð Álfa var svona um 5 fet.
Síðan sá hann hana loksins, stelpuna sem að Arnór hafði verið að tala um alla vikuna, Ólöf, hún var dóttir Kristjáns – sem að þýddi að þó svo að hún væri í drottningarfjölskildunni þá var hún samt ekki mjög hátt sett í henni þar sem að hún var dóttir Elsta-Prinsins. Það var hefð fyrir því að drottningar eignuðust að minnsta kosti tvö börn, strák og yngri stelpu, galdrar voru notaðir til þess að fyrsta barnið yrði strákur og annað stelpa, en strákurinn tók oft að sér að kenna stelpunni og fór svo sjálfur í ráð Öld-unganna þegar að hann varð eldri, en ef að Drottningin og allar dætur hennar myndu deyja þá(jafnvel ef að dætur hennar ættu börn) þá yrði hún drottning, þar á eftir væru dótturdætur drottningarinnar og ef að það var ennþá engin til að verða drottning þá var kona valin af ráði Öld-unga.
Ólöf var með sítt svart hár – sem að var mjög sjaldgæft hjá Álfum – skærgræn augu, lítið nef, fíngert andlit, langan háls, lítil var hún og grönn og í dökkgrænum kjól. Hún var undursamlega falleg, jafnvel með þessi aðeins oddhvössu eyru sem að allir Álfarnir voru með, Halldór gat vel skilið hvers vegna Arnór var hrifinn af henni. Hann hafði talað um það alla leiðina hingað hvað það yrði mikill heiður að fá að sitja á aðal borðin en þegar að hann settist við borðið og sá Ólöfu hafði hann roðnað, litið niður og ekki litið upp síðan, nokkrir höfðu horft á hann undarlega í smá stund en litið síðan í burtu.


Ath! Fet=u.þ.b.30cm tomma skirfað "=u.þ.b. 2.5cm