Óvina saga 5. kafli 5. kafli: Upplýsingar


“Hverjir í Sameinarans nafni eru þeir?” Leifur hafði verið strunsandi um gólfið í herbergi hans og Benna hjá þessum undarlegu veru sem að kölluðu sig álfa.
“Hvernig á ég að vita það” svaraði Benni “Ég hef aldrei heyrt um neitt líkt þeim” Benni hljómaði reiður, ástæðan fyrir því var einfaldlega sú að hann var einn af þeim mönnum sem að eyddu öllum frítíma, sínum sem að hann var ekki að æfa sig eða skemmta sér með vinum sínum, á bókasafninu mikla í musteri Sameinarans í Blhaal, höfuðborg Staðarins, eða hvaða bókasafni sem var í þeirri borg sem að þeir voru í þá stundina.
“Ef að þú hefur aldrei heyrt um þá, þá eru litlar líkur að þeir séu almenn vitneskja í Staðnum allaveganna” sagði Leifur hugsi “En þeir geta ekki hafa lifað allan þennan tíma hérna, sem að þeir virðast hafa, og leynst”
“Kannski ég geti hjálpað ykkur með spurningar ykkar” Halldór labbaði inn “ég hef verið að tala við Arnór” Halldór var með rúm hjá einum af þessum álfum “en fyrst þurfið þið að hjálpa mér að komast að nokkrum hlutum.”
Leifur horfði á félaga sinn “Allt í lagi, hvað viltu vita?”
“Til að byrja með, hvað varð um Guðmund; þar sem að þið komuð að leita að mér þá býst ég við því að hann hafi sagt ykkur frá mér.”
“Það er flókið” hann stoppaði aðeins að tala, þegar að hann sá að þetta svar dugði ekki Halldóri þá hélt hann áfram “Við fengum skilaboð frá honum um þig fyrir þónokkru en við komumst ekki fyrr en núna. Þegar að við komum að kofanum hans þá voru fullt af dauðum og næstum dauðum tröllum þar, en hvorki tangur né tetur af Guðmundi, við gerum ráð fyrir því að hann hafi verið tekinn af tröllunum þar sem að það var engin slóð eftir mannveru nema þín. Við dráðum restina af tröllunum en þegar við vorum að gera okkur tilbúna til að elta þig þá komu allt í einu fullt af tröllum – örugglega þrjátíu – hlaupandi út úr skóginum sem að mér þótti undarlegt eftir á þar sem að tröll, annaðhvort, skylja lík annarra trölla eftir þar sem að þau deyja eða éta þau á staðnum.Tröllin drápu flesta í hópnum en við drápum þau öll og fjórir okkar lifðu af; við sendum tvo til að láta vita hvað hafði gerst og við fórum að leita að þér.”
Halldór horfði á ekkert í svlitla stund og sagði svo “Allt í lagi, önnur spurning; af hverju lögðuð þið allt þetta á ykkur bara til að finna mig?”
“Af því… Af því að þú nógu mikilvægur fyrir Guðmund til að, ekki bara hætta lífi sínu fyrir þig, heldur líka hætta á það að mjög hættulegar upplýsingar komist í hendur mannanna.” Leifur beið eftir að sjá hvernig Halldór brygðist við.
Halldór sagði ekki neitt í svolítinn tíma “Hulun.”
“Ha? Hvað” sagði Benni.
“Það kallast Hulun; þeir – álfarni – hylja bústaði sína með galdri sem kallast Hulun. Á tvöhundruð ára fresti þá þarf að sleppa galdrinum í u.þ.b. ár eða svo til þess að hann geti endurhlaðað sig. Þeir hafa verið hérna í mörg þúsund ár og við og við koma vitsmunaverur svo sem tröll, dvergar eða menn hérna á þessar slóðir en galdurinn tryggir að þær komi ekki nálægt neinu og muni ekki eftir neinu í sambandi við för sína í gegn um skóginn. Stöku sinnum þá leyfa þeir áhrfium galdursins að dvína í nokkra daga eða jafnvel vikur ef að vera sem að þeir hafa áhuga á kemur í þennan part skógarins og fara þeir þá og finna hana. Einhverra vegna þá fannst Arnóri ég nógu spennandi til að fá leyfi til að helypa mér inn og er það þess vegna sem að ég – og þið – gat komið hingað. Síðasti maðurinn sem að kom hingað var sem sagt fyrir 130 árum en það eru orðin 700 ár síðan að síðast dvergurinn kom hingað – sem að bjuggu þá greinilega hérna í nágrenninu, sem að mér finnst skrítið þar sem að það eru engin fjöll í mörg hundruð kílómetra fjarlægð – en hver og ein einasta þessarra vera er fengin til að lofa að segja ekki sálu frá þessum stað og hleypa þeir þeim ekki í burtu fyrr en þeir trúa þeim – og ef þeir trúa þeim ekki þá getur komið til verri hluta svo sem að þeir haldi verunni hérna í mörg ár eða jafnvel drepi hana þó svo að þessir álfar séu víst mjög friðsælar verur. Þeir eru mikið gáfaðri en mér hefði nokkurntíman dottið í hug að nokkur vera gæti verið.” Halldór endaði þessa ‘ræðu’ hálf brosandi út um annað munnvikið.
“Og núna langar mig til þess að byðja ykkur um að fræða mig um eitt.”
“Við gerum hvað sem við getum gert”
“Hvað er Kamalesha?”


Margét sat í stólnum sínum við skrifborðið í Fundarherberginu og talaði við Bryndísi, Estheri, Tuma, Ólaf og sendiboðana frá Leifi.
“Vitið þið ekkert hvað varð um krakkan?” kláraði Margrét.
“Því miður Margrét Forseti, Leifur og Benni vissu ekkert meira en við höfum sagt yður” svaraði annar sendiboðinn.
“Hvernig gengur frú Margrét?”
Margrét hafði verið svo upptekin við að heyra frásögn mannanna að hún hafði ekki tekið eftir því þegar að Hilmar, maðurinn hennar, kom inn.
“Ekki vel því miður; ég er búin að vera að hlusta á frásagnir þessarra manna og svo virðist sem að flestir mannanna sem að Esther og Bryndís sendu séu fallnir í bardaga við tröll og strákurinn og Guðmundur horfinn – þar af Guðmundur líklega dáinn.”
“Það hljómar illa” svaraði Hilmar “en það er samt ekki það sem að þú hefur áhyggjur af er það?”
Margrét sagði sendiboðunum að þeir mættu fara, þegar þeir voru farnir þá svaraði
hún “Ég sagði þér frá því að tveir af mönnum okkar í útheiminum hefðu verið horfnir. Það sem að ég er að fara að segja ykkur öllum má ekki spyrjast út; þetta er mjög leynilegt þangað til að við getum fundið út hvað við getum gert” Margrét horfði á alla og það kinkuðu allir kolli “Svo virðist vera sem mennirnir hafi byrjað að, leynilega, leita uppi alla Óvini. Hingað til hafa þeir fundið tuttugu og sjö af mönnum okkar og níutíu og fjóra krakka sem að höfðu ekki tíma til að finna sig. Nokkrir þessarra náðu að komast í burtu en þeir hafa náð að slátra hundrað og tveimur og tveir aðrir bíða þess að vera afhausaðir á almanna færi.”
“Óh, megi Sameinarinn hjálpa okkur.” Sagði Bryndís.
“Við þurfum að minnsta kosti það” sagði Esther “Við erum í djúpum skít núna og ég efast um að jafnvel Sameinarinn geti hjálpað okkur.”
“Róleg núna” sagði Hilmar “Þetta er nú ekki alveg það hræðilegt”
“Nei, það er rétt hjá þér, það er verra; þeir hafa líka fundið fimm af mannavinum okkar, sem að hjálpa mörgum krakkanna að sleppa.”
Tumi stundi eins og hann hefði verið laminn “Þetta er ekki gott.”
“Vægast sagt” svaraði Ólafur “Hvernig gætu þeir komist að því hverjir þeir eru?”
“Þetta er ástæðan fyrir því að ég bað ykkur öll um að koma hingað.”