Fréttir TSNG 3.Október 2005 *Indiana Jones lag hljómar skemmtilega svo allir fái það á heilann – dududu-dududu…*
*lítill gíraffi trítlar inn og sest fyrir framan myndavél, á bak við borðið.*
“Góðann daginn sorparar kærir, nú verða fluttar fréttir sorpsins (TSNG).”
“Í fréttum er þetta helst”

*****
Tvær greinar samþykktar og fimm myndir
*****
talað um að halda aðra sorparasamkomu
*****
keðjusaga byrjar
*****
Þýskubíllinn kemur á Ísafjörð
*****
Saki panikkar
*****
Addydogg gerist ofbeldishneygð
*****
Rökrætt um 1-ið í titli sorpsins
*****
Skilaboð fara í taugarnar á Saki
*****
supernanny kemur heim
*****
BongoKazmir segir frá undarlegu samtali
*****
Kyra spyr hvaða lag sorparar séu með á heilanum
*****
Úff, segir superman
*****
Lily2 upplýsir sorpara um orðin í fréttunum


*****
Jæja, nú hafa verið samþykktar tvær greinar og þær heita: Óvina Saga 3.Kafli (eftir Madclaw) og Forsetaframboð (eftir HerraFullkominn)
Fimm myndir voru samþykktar og þær eru… haaaaa? (eftir Saki)…Myndasaga (eftir Dabbi1337)… ERROR (eftir Saki)…myndasagasaki (eftir Saki)… Devotion's story (eftir Kyra).
*****
Creamsoda vill aðra sorparasamkomu þannig að hann/hún geti verið með, gat nefnilega ekki verið með seinast. Ýmsar tillögur komu fram að dagsetningu.
*****
Keðju saga byrjaði í dag og byrjaði haraldur á henni með orðunum: ”Einu sinni var sjóræningi með tréfót…….”
*****
Þýskubíllinn kom til Ísafjarðar í dag og fengu Gellan123, Addydogg og Lily2 að prufa að sparka í eitthvað gat. En enginn úr öllum tíunda bekk hitti í gat (þess má geta að um það bil fimm hittu í sjötta bekk). Kallinn hét víst Kristian or sum og þegar hann heilsaði manni lá við að hann andaði framan í mann og maður gat séð nef hans frekar nákvæmlega þar sem hann kom aðeins of nálægt manni í heilsinu. Addydogg kunni ekki að segja neitt í þýsku og leitaði því að náðir Lily2 sem gaf henni upp óvart rangar upplýsingar.
*****
Saki panikkar gjörsamlega af því að hann gat ekki sent inn myndasöguna sína. Fundið var út úr þessum vandræðum og gekk það á endanum. (tíu mínútum seinna).
*****
Addydogg gerðist ofbeldishneygð og réðst á Gellan123 með blýpenna og höndunum. Menn eru beðnir að kalla hana ekki litla. (og ekki mig heldur, ég er alveg 157 cm…)
*****
Rökræður fóru fram um 1 sem kemur fram í ”Sorpið!!!1”. Menn og konur voru flest sammála um að það ætti að vera þarna og væri bara kúl.
*****
Skilaboð fara víst voðalega í taugarnar á Saiki, eigum við ekki í því tilefni að svara honum í öllu (6)…Nei…ekki gera það…ég verð skömmuð.
*****
Supernanny kom heim í dag. Fögnum fyrir því !!
Jei…Allir að bjóða hana velkomna . :)
*****
BongoKazmir sagði frá undarlegu samtali í korki sínum fyrr í dag. Samtal hans var um skrítinn náunga sem virtist vera svona frekar pirraður.
*****
Kyra spyr eins og margir aðrir : “Hvaða lag ertu með á heilanum núna? “.
Nokkrir hafa svarað og komu upp mismunandi lög. Einn sagði til dæmis : “viðlagið úr Sacred Cowboys með Bruce Dickinson “ . Fréttamaður er reyndar með sænsku útgáfuna af Kalla laginu…Dódó, dódó, dúdúdúdú, dódó…
*****
Úff sagði súperman þegar hann fór með ömmu sinni í bíltúr og hún keyrði á fimm allann tímann. Svo var hann vondur og fór að hlægja að ömmu sinni.
*****



Ég fór yfir textann í tölvunni, og getið þið hvað ! Talvan ráðlagði mér að gera ýmislegt heimskulegt eins og:

sorparar = þorparar
TSNG = TÖNG
Sorparasamkomu = þorparasamkomu
panikkar = panilkar
Kyra = keyra
haaaa? = hafaa
heilsinu = feilsinu
cm = im
kúl = kúla
titlii = tilli


*litli gíraffinn stendur upp og labbar letilega út*

Hvað fannst ykkur um fyrsta fréttatímann minn?