*Myndavél #1 kveikir sjálfkrafa á sér og beinir linsunni að Gelgjunni, sem situr í rólegheitum að borða Séð & Heyrt stúlku mánaðarins. Hún(Gelgjan að sjálfsögðu) stekkur upp, breiðir borðdúk yfir Séð & Heyrt stúlkuna og gengur í rólegheitum að Fréttaborðinu, tekur upp risastórann míkrófón og hefur fréttatímann á þessum orðum:,,Kæru Sorparar, verið öll velkominn í þennan yndislega fréttatíma, í fréttum er þetta helst!"*

~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Sex greinar samþykktar en aðeins 2 myndir
~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Djúpar pælingar vöknuðu á Sorpinu
~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Gleðifréttir!
~~~~~~~~~~~~~~~~~~
iPodar of vinsælir?
~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Stórafmæli í dag
~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Hugarar eru uppiskroppa með syndir
~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Samkundan mikla
~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Sex greinar samþykktar en aðeins 2 myndir
Já í dag voru heilar 6 greinar samþykktar, vel gjört Sorparar! Greinarnar voru hinar skemmtilegustu, 2 eftir Jellybean, þar sem Sorparar eru settir svo skemmtilega inn í textabrot úr bókinni “Geta englar talað dönsku?”, svo var nesi13 með stórskemmtilega sögu um Alfreð Albert og Albertínu, Kyy kom með framhald af sögunni Bleika Ninjan, supermann með Útlagasögu og krizza4 með ævisögu. Já gott fólk, all gott greinasafn atarna. Hinsvegar komu aðeins 2 myndir og gaman að segja frá því að Kyra er með þær báðar. *Fréttamaður laumast læðupokalega með hendina undir dúkinn og rífur smá bita af Séð & Heyrt stúlkunni*

Djúpar pælingar vöknuðu á Sorpinu
Tukall kom með stórskemmtilega pælingu, um hár. Já, hljómar spennandi ekki satt? Enda djúp pæling. Pælingin er svohljóðandi: “síðan datt mér það í hug að ef maður sofnar með slétt hár og vaknar með úfið hár…gæti það þá verið að ef maður sofnar með úfið hár vaknar maður með það slétt” Og þetta er svo sannarlega þess virði að pæla duglega í! Mæli með því að þið prófið.

Gleðifréttir!
HerraFullkominn var glaður í bragði í dag, enda ekki við öðru að búast, þar sem hinn langþráði Luigi er fundinn :D Hann virðist hafa rölt eitthvert inn á bókasafn, Luigi það er að segja, og verið að reyna að komast á Sorpið. Urðu miklir fagnaðarfundir, og HerraFullkominn bauðst meira að segja til að t***a Kidda(gaurinn sem fann Luigi). *Af velsæmisástæðum var ákveðið að láta ekki í ljós raunverulega merkingu t***a*

iPodar of vinsælir?
*Fréttamaður felur í skyndi alla iPoda sem liggja á borðinu, iPod Mini, iPod Shuffle og iPod Photo, flissar vandræðalega og hefur svo lestur aftur* Hann vansi ætlaði að vera ofsalega svalur í skólanum í dag, með flunkunýjan iPod nano, en.. þá á bara einhver stelpa svoleiðis! Að hugsa sér frekjuna í henni! Komið hafa upp hugmyndir um að slá hana, vúdúa hana og fleira. Hugmyndir og/eða fólk sem er til í að framkvæma verknaðinn hafa samband við vansa.

Stórafmæli í dag
Og allir syngja með! *tæknimaður byrjar að syngja, undurfagurri röddu, fréttamaður situr hugfangin og dáist að tæknimanni*
Það á afmæli í dag
Það á afmæli í dag
Það á afmæli það Google
Það á afmæli í dag!
*söngnum lýkur en fréttamaður situr enn og horfir á fallega upphandleggsvöðva tæknimannsins hnykklast undir húðinni(tæknimaður er ber að ofan). Fréttamaður áttar sig að lokum og brosir í myndavélina* Já, við óskum Google til hamingju með vöðvana. *tæknimaður hóstar* Já afsakið, óskum Google til hamingju með afmælið!

Hugarar eru uppiskroppa með syndir
Syndaraáhugamálinu hefur verið lokað! Já þetta eru sorgarfréttir fyrir okkur syndarana *fréttamaður bendir á þig, já ÞIG! Þú þarna sem situr og ert að borða stolna kókómjólk, ættir að skammastín!* Ekki er enn komið í ljós hvað verður um fyrrum áhugamálið Syndir, en fréttamaður hefur heimildir fyrir því að þar muni rísa heilt áhugamál tileinkað TSNG.

Og að lokum..

Samkundan mikla
Samkoma - samkunda, pylsa - pulsa. Allt sama klabbið. Allavegana. Gott fólk, endilega, mætið á Sorpara samkomuna! Fyrir þá sem vilja grennslast fyrir um allt, endilega tala við meaniac, skipuleggjandann. Einnig ef foreldrar eru efins, endilega gefa þeim númerið(8666844) hjá meaniac og láta þá spjalla aðeins við hann. Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað meaniac heitir þá heitir hann Benni. Fyrir ykkur sem vissuð það.. *fréttamaður rótar í vösunum, tekur upp hálftuggna tyggjókúlu með hárum í, hárspennu, nokkrar krónur og útrunninn boðsmiða í bíó* Njótið :D


*Engar Séð & Heyrt stúlkur voru meiddar við gerð þessara frétta*

Endum fréttatímann á stórskemmtilegu myndbroti frá Lögreglu Reykjavíkur. *fréttamaður er um það bil að setja spólu í tækið þegar ruðst er inn í stúdíóið. Þrír litlir karlar koma hlaupandi með hlauptennisspaða og ræna fréttamanni og tæknimanni*

…. Lítill karl kemur gangandi, horfir beint í myndavélina og segir grafarraustu:,,Gelgjunni og tæknimanni hennar hafa verið rænt af Hattíföttum! Við viljum fá 40 Snickers í skiptum fyrir þau, borgið á morgun. Annars.."

~~~~~~~~~~~~~~~
go on just say it.. you need me like a bad habit.