“nei takk”.

Þetta voru fyrstu orð bluta fálkans. Hann gekk um herbergið, með klessu af tilfinningum, sem fóru saman líka í þennan flotta hnút sem hann kallar Jesú. Hann vissi ekki hvar hann var, þarsem hann birtist alltíeinu við hliðina á Pétri Þarmaskegg.

Þeir litu á hvor annan með ágætis augnráði. Pétur þarmaskeggur spurði Blauta fálkann afhverju hann væri þarna. Blauti fálkinn svaraði að hann þurfti föruneyti til að finna vin sinn Stríðsfugl Hilmarsson. Pétur Þarmaskeggur ákvað að slá til, enda myndi hann fá að eiga Stríðsfugl Hilmarsson ef þeir myndu finna hann.

Þeir labba af stað og sjá þá að þeir byrjuðu að labba í vitlausa átt, voru búnir að því að heilar 13 sek. Blauti fálkinn var ekki glaður og sagði; “hæmmz”. Pétur Þarmaskeggur hefur aldrei talað síðan.

Pétur þarmaskeggur var ekki sætur. Hann fékk að vita það þegar þeir löbbuðu framhjá afa, en hann stóð uppvið stað sem hét Elvar Rebekka. Þeir fóru báðir að gráta. Ekki er gaman að heyra föruneytisfélaga sinn vera kallaður ljótur af afa sem stendur uppvið stað sem heitir Elvar Rebekka, hvað þá að vera kallaður ljótur af afa sem stendur uppvið stað sem heitir Elvar Rebekka, við þekkjum það öll. Blauti fálkinn var hinsvegar mjög myndalegur, það fannst Jesú [Tilfinningahnútur blauta fálkans].

“Áfram með smjerið” segir Blauti fálkinn, sem var staðráðinn í að finna Stríðsfugl Hilmarsson sem myndi síðan fara í eign Péturs Þarmaskeggs ef þeir myndu nú einhverntíma finna hann.“Wiphlash” heyrist alltíeinu í Pétri Þarmaskegg, sem ákvað að byrja að tala aftur, sem kemur sögumanninum í ansi slæma stöðu, þarsem han sagði áður að hann myndi aldrei tala aftur. Nóg um það.

“Nei takk” heyrist í Blauta fálkanum. Þá svarar Pétur þarmaskeggur “k, passaðu þig bara að þetta kemur ekki fyrir aftur” “geri það, sry” svaraði Blauti fálkinn. “np” Segir Pétur Þarmaskeggur. Héldu þeir svona áfram þangað til þeir sáu hús. Hús þetta var búið til úr pappa og ljósaperum. Húsmeistarinn svaraði þegar Blauti fálkinn sagði “sry mar” við hurðina. “hæhæ, hvað segir KJEEELLINN” sagði húsmeistarinn…“ekki plís” segir Blauti fálkinn á móti. Þeir fengu að gista eina nótt í Húsinu sem var búið til úr pappa og ljósaperum með einu skilyrði, Pétur Þarmaskeggur þurfti að klæða sig eins og kókómjókurkisinn og dansa við lag sem hljómar eins og þegar verið er að “diala” með 56k módemi.

Föruneyti Blauta fálkans hafði núna ferðast í 30 sekúndur [+eina nótt]. Pétur Þarmaskeggur sagðist ekki geta haldið áfram lengur…við þau orð byrtist Stríðsfugl Hilmarsson í fjarska. “koddu aðeins” segir Blauti fálkinn við Stríðsfugl Hilmarsson.

Endir.