Komiði sæl, í fréttum er þetta helst:

[fréttastef]
~~~~~~~~~~
1 grein hefur verið samþykkt í dag
~~~~~~~~~~
Sorpið aktívasta áhugamál huga?
~~~~~~~~~~
Enginn vill gera upp á milli stjórnenda
~~~~~~~~~~
Vansi er með forgang á sorpinu
~~~~~~~~~~
Lýst er eftir sorpurum
~~~~~~~~~~
Vansi er orðinn ofurhugi :}
~~~~~~~~~~
Lobsterman er veikur
~~~~~~~~~~
Ironbeast fékk sér nýja inniskó
~~~~~~~~~~
Bannersamkeppni á döfinni
~~~~~~~~~~
HerraFullkominn er fyrirsæta
~~~~~~~~~~
Jakidulla eyðir peningum
~~~~~~~~~~
Kaupæði hjá sorpurum
~~~~~~~~~~
Mizzeeh býr í Fellunum
~~~~~~~~~~


Gott kvöld.
Í dag er mánudagurinn 29. ágúst og nú verða sagðar fréttir frá fréttastofu The Sorp NewsGroup.

1 grein hefur verið samþykkt í dag
Þessi eina grein var eftir Grisinn, sem er nýr notandi hérna, og var samþykkt af bjossiboy.
Í gær gleymdist að segja frá samþykktum greinum, en þá var aðeins samþykkt ein grein.

Sorpið aktívasta áhugamál huga?
Samkvæmt Kertaljos er sorpið aktívasta áhugamál huga.
Þeir sem voru sammál því eru vansi, supernanny, og lobsterman.
Go sorp!

Enginn vill gera upp á milli stjórnenda
Enginn þorði að svara hinni einföldu spurningu um hvor væri betri stjórnandi, Mizzeeh eða bjossiboy, á þræði sem vansi gerði.
Hins vegar, þegar könnun var gerð, er Mizzeeh kominn með forystu, og þetta er mjög jafnt og spennandi.
Við fylgjumst spennt með…

Vansi er með forgang á sorpinu
Hann vansi ofurhugi er með forgang á könnunum á sorpinu, því könnunin hans fór í loftið um leið og hún var samþykkt, meðan margar voru í bið.
Hann þakkar þetta traust sem honum er gefið, og vonar að það verði haldið áfram að samþykkja efni hans með forgangi.

Lýst er eftir sorpurum
Lýst er eftir eftirfarandi sorpurum:
humar, ASS, Marserus, MC3.
Þeir sem upplýsingar geta veitt um þá, er bent á að hafa samband við lögreglukonu sorpsins, supernanny.

Vansi er orðinn ofurhugi :}
Hann vansi okkar er aftur orðinn ofurhugi, og við óskum honum til hamingju með það :}

Lobsterman er veikur
Hann lobsterman liggur heima hjá sér veikur með kvef.
Af þeim sökum komst hann ekki í skólann í dag, og samhryggjumst við honum, og fjölskyldu hans og vinum.

Ironbeast fékk sér nýja inniskó
Í nettó keypti Ironbeast sér inniskó á 1500 kall í dag.
Þetta eru svokallaðir afainniskór, köflóttir og alveg lokaðir.
Við samgleðjumst Ironbeast, sem og fjölskyldu hans og vinum.

Bannersamkeppni á döfinni
Bjossiboy, admin á /sorp, hefur tilkynnt um bannersamkeppni sem hefst á allra næstu dögum, vikum, eða mánuðum.
Meiri upplýsingar síðar.

HerraFullkominn er fyrirsæta
HerraFullkominn situr fyrir í kvöld í myndatöku.
Myndatakan ku vera vegna hljómsveitar hans, sem vansi er aðalfaninn að, þó að hann viti ekki hvað hún heitir, né hvernig tónlist er spiluð.
Við bíðum spennt eftir að myndin verði birt á sorpinu.

Jakidulla eyðir peningum
Jakidulla eyddi 13.213 krónum í frönskubók og vasareikni fyrir skólann í dag.
Eyðslukló…

Kaupæði hjá sorpurum
Já, sorparar voru eyðslusamir í dag.
Nýjasta dæmið er að Ironbeast keypti sér mp3 spilara í Siemens.
Á þeim þræði kom einnig fram að bæði vansi og HerraFullkominn eru að fá iPod mini.
Við óskum þessum tónlistarspilarahöfum til hamingju, og samgleðjumst þeim.

Mizzeeh býr í Fellunum
Hann Mizzeh býr nú í Möðrufelli, sem er í Efra Breiðholti í Reykjavík.
Við vonum að hann verði ekki drepinn, þar sem Efra Breiðholt er mjög hættulegt hverfi, jafnhættulegt og Grafarvogur.
Mizzeeh er að fara að stunda nám í FB, við óskum honum góðs gengis.

Fyrir hönd TSNG,
vansi ofurhugi :}