Ofur-Lalli, Saga 1: Græna Slímið. Ofur-Lalli, Saga 1: græna slímið.

Einu sinni var köttur, þessi köttur var enginn venjulegur köttur því hann var hundur(neh, smá grín).
Hann var ofur köttur. Hann hét Lalli og var röndóttur. Hann var samt ekki gulur,rauður,grænn né blár.
Hann var svartur og grár.
Hann hafði marga hæfileika, til dæmis:

Hann gat skotið laser úr augunum.
Hann gat breytt steinum í mold og öfugt.
Hann gat breytt Acrocanthus risaeðlu í Olgosaurus risaeðlu.
Hann gat flogið.
Hann var með ofur klær.
Hann gat breytt sér í hund
Hann hafði karate mátt, framar nokkrum.
og hann gat sorpað fremur nokkrum ketti.

Eitt sinn fékk Ofur-Lalli bréf, í því stóð:

“Kæri Lárus,
Þú hefur eigi borgað símreikninginn þinn, í því tilefni verður slökkt á símanúmerinu þínu.”


Þetta gæti kannski litið út sem saklaust bréf, en það var það ekki.
Í fyrsta lagi vissi einhver alvöru nafnið hans.
Í öðru lagi voru gæsalappir í kringum bréfið.
Og í þriðja lagi gleymdi ég þriðju línunni:

Þú deyrð ef þú hættir ekki störfum þínum sem ofurhetja!

Lalli varð svo reiður að hann brenndi bréfið í frumeindir með laser-augunum sínum.
‘Þeir einu sem að nota gæsalappir eru grænir, og þeir einu sem að notuðu símreikningstrikkið eru slím. sagði Lalli við sjálfan sig.
Þetta hlaut því að vera grænt slím.

Næsta kvöld í fréttum TSNG. (The Sorp NewsGroup)

Nafni ofurhetju uppljóstrað, Ofur- Lalli heitir Lárus!

Ofur-Lalli varð svo reiður að hann hendi vodka-flöskunni sinni í vegg og öskraði út í loftið ******* ljóta ******** ógeðslega ********** græna slím!!!
Það var aðeins eitt sem hann þurfti að gera: búa til nokkrar hnetusmjörs-samlokur í nesti og fara svo að týna ber.
Nota svo berin til að búa til sultu og smyrja sultusamlokur og henda í slímið.

Þegar Ofur-Lalli var búinn í samloku stússinu og búinn að þrífa eldhúsið fyllti hann æ-potinn sinn af dans lögum og byrjaði á’Eye of the tiger’ svo byrjaði hann að hlaupa og hélt góðum takti sökum tónlistarinnar.
Svo fór hann heim og fór í heita sturtu og fór svo að sofa.
Næsta dag mundi hann eftir slíminu og kíkti í símaskránna.
Jón Guðmundur Sigurðsson - Grænt Slím.

Hann hljóp að heimilisfanginu og þar biðu tvær mörgæsir á geitum, vopnaðar öndum.
Ofur-Lalli stök upp í loft tók nokkur Karate-spörk og öskraði ‘Hauja!’
Mörgæsirnar og geiturnar stóðu ennþá kjurrar, en endurnar geltu eins og brjálæðingar.
Þá skaut Ofur-Lalli laser á geiturnar og þær dóu, og mörgæsirnar réðust á Lalla, og byrjuðu að lemja hann með öndunum.
Ofur-Lalli klóraði þær til dauða með ofurklónum sínum.

Hann labbaði inn í næsta herbergi, þar voru tveir af fjórtán yfirálfum Jólasveinsins, þeir réðust á Ofur-Lalla og lömdu hann með svona jóla sleikjó.
Æi, þið vitið svona rauðum og hvítum.
En eftir stutta stund gáfust þeir upp, Jólasveinninn þrælaði þeim of mikið út svo að þeir voru þreyttir.

Það var hurð fyrir framan Ofur-Lalla, hann hikaði, en breytti sér svo í hund og labbaði svo sakleysislega inn.
En kannski einum of sakleysislega.
Græna slímið sá strax að það var ekki allt með felldu.
Hann henti smá part af sér, sem að gæti hafa verið skynsemin í Ofur-Lalla.
Þá náttúrulega skyldi Ofur-Lalli að Græna slímið hafði strax séð að það væri ekki allt með felldu, breytti sér aftur í kött og reyndi að klóra hann.
Sem að hann hefði ekki átt að gera, því að þá fattaði Græna slímið að Ofur-Lalli hafði fattað að hann hafði strax séð að það væri ekki allt með felldu.
‘Hah, klær þínar gera mér engann skaða’ sagði Græna slímið.
Þá notaði Lalli, ofur karatehæfni sína og laser og drap Græna slímið.

Hann lifði glaður eftir það og eignaðist 18 börn með sex mismunandi köttum. Og eitt í hundsham sínum.

Nei, þetta var lygi, það var enginn Happy-Sappy endir.
Það var ekkert samt eftir þetta, Ofur-Lalli grunaði Jólasveininn um að hafa eitthvað óhreint mjöl í Pokahorninu og ákvað að hans næsta verkefni yrði að rannsaka Jólasveininn.

The End.