Hér ætla ég að segja ykkur söguna af Arnari og afrekum hans. Hún byrjar fyrir 200 árum þegar riddarar riðu um héröðin.



Kafli 1:



Einu sinni voru tveir menn. Annar hét Arnar og var 34 ára gamall garpur en hinn kallaðist Helgi og var eilítið yngri, eða 27 ára gamall.

Einn fagran dag var Arnar heima hjá sér. Sverðið hans var hætt að bíta jafnvel og það gerði svo að hann ákvað að brýna það svolítið. Þegar hann er í miðjum klíðum kemur Helgi til hans og segir:

“Við erum seinir. Það er komið hádegi og við eigum að vera búnir að skera 30 hausa nú þegar!”

“Bíddu aðeins vinur minn, ég þarf að ná í brynjuna mína en ég er með sverðið! Sérðu, get skorið epli með því…”

“Já já, drífðu þig.”

Arnar fer og kemur aftur stuttu seinna. Þeir fara að hestunum og karpa eilítið um hvor fær þann betri en að lokum þá ákveða þeir að Helgi muni verða þess heiðurs aðnjótandi að ríða honum þennan daginn.



Kafli 2: Á leiðinni í stríð.




Næsta dag voru þeir komnir langleiðina að vígstöðvunum.

“Þetta er eilítið lengra en ég hélt.”

“Já, en við náðum allavega að skera hausinn af nokkrum illum galdramönnum á leiðinni hingað.”

“Satt, satt.”

“Nei sjáðu, þarna eru búðirnar!”

“Ha, Samkaup?”

“Nei, fíflið þitt, tjaldbúðirnar hjá herliðinu okkar! LeDragon-ættin! Drífum okkur, vonum að enginn taki eftir því að við vorum seinir.”

Sem betur fer fyrir hetjurnar okkar tók enginn eftir því að þeir voru seinir og þeir blönduðust inn í hópinn, enda var þarna fullt af karlmönnum í brynjum með sverð og ekki erfitt fyrir þá að “fitta” inn.

“Þeir eru að koma! Það er STRÍÐ!”




Kafli 3: Stríð í skógi.




Herforinginn heyrðist kalla:

“Menn! Hörfið í skóginn, þar mun verða auðveldara fyrir okkur að berjast gegn þeim þar sem mörg vopn þeirra, þar á meðal eldvörpurnar, munu ekki gagnast þeim þar!”

Af einhverjum undarlegum ástæðum heyrðu allir hans menn í honum í gegnum allan hávaðann sem myndast venjulega þegar að stríð byrja, og þeir hörfuðu í skóginn.

“Herforingi, við lumum á gildru fyrir óvininn í skóginum,” sagði Arnar óvænt.

“Arnar minn, þú ert snillingur! Ef við vinnum þetta stríð, sem ég efa, þá færðu kauphækkun!”

“Þakka þér herforingi.”

—————–

“Tsss… Þeir hörfa. Við vinnum þá! ÁRÁS!” kallaði yfirmaður hinna, sem var ættin LeLion. Þeir höfðu fengið frændur sína, LeGhost með sér í baráttuna.

Enginn hreyfði sig.

Yfirmaður LeLion-ættarinnar ræskti sig og kallaði svo aftur:

“ÁRÁS!!!”

Nú heyrðu mennirnir í honum og hlupu þeir fram með miklu stríðsópi. LeDragon-ættin mætti þeim og bardaginn hófst. Margir voru að falla í báðum ættum.




Kafli 4: Nýr herforingi.



LeDragon-menn náðu fljótt yfirburðum og voru miklu fleiri fallnir í valinn hjá LeLion/LeGhost. Arnar var nýbúinn að gera út af við einn andstæðing sinn þegar hann sá mann með boga koma inná vígvöllinn. Hann var andstæðingur. Arnar hljóp fram og reyndi að stinga hann með sverðinu sínu áður en bogamaðurinn gæti unnið skaða á LeDragon-ættinni. Bogamaðurinn náði að skjóta einni ör sem fór rétt framhjá Arnari áður en Arnar stakk hann banasári.

Arnar fagnaði en leit við og sá þar að örin hafði farið í herforingjann sem lá nú allur.

Arnari var nokk sama, honum hafði aldrei verið vel við foringjann og núna gat hann tekið svið stjórninni baráttulaust en þurfti ekki að gera byltingu eftir stríðið.

Nokkrum tímum síðar var LeLion/LeGhost-ættin þurrkuð út, enginn lifði af þeim. Af sirka 4000 LeDragon-mönnum lifðu nú 1800. Þeir slógu upp veislu til að fagna sigri sínum, áður en þeir héldu áfram í næsta verkefni.


Endir.




Þetta endurskrifaði ég eftir sögu litla bróður Sungirl.