Komiði sæl, í fréttum er þetta helst:

[fréttastef]
~~~~~~~~~~
Ein grein hefur verið samþykkt í dag
~~~~~~~~~~
Er sorpið að verða óvirkt?
~~~~~~~~~~
Foringinn á heima á Reykjanesi
~~~~~~~~~~
Supernanny þráir að busa
~~~~~~~~~~
Llamalagið var birt á sorpinu
~~~~~~~~~~
Lily2 er misheppnuð
~~~~~~~~~~
Miltisbrandur kom fram með ansi mikla ráðgátu, ekki tengda Darth Bob
~~~~~~~~~~
Vansi er mikill broskallaáhugamaður
~~~~~~~~~~
Tinnakristin hressti upp á fólkið
~~~~~~~~~~
Kertaljos setti töluleikinn vinsæla í gang
~~~~~~~~~~
Lobsterman tilkynnti endurkomu sína
~~~~~~~~~~
Vansi kom með hugmynd að nýjum og ferskum sorpleik
~~~~~~~~~~
Kertaljos setti hljómsveitaleikinn vinsæla í gang
~~~~~~~~~~


Gott kvöld.
Í dag er miðvikudagurinn 24. ágúst og nú verða sagðar fréttir frá fréttastofu The Sorp NewsGroup.

Ein grein hefur verið samþykkt í dag
Ein grein hefur verið samþykkt síðan seinustu fréttir voru lesnar.
Þar leiðbeinir Kertaljos sorpurum hvernig á að koma dúr á auga.
Sendið inn fleiri greinar sorparar, ýtið þar sem stendur ný grein fyrir ofan greinayfirlitið.

Er sorpið að verða óvirkt?
Svo virðist sem sorpið sé hætt að vera eins virkt og það var, og eru það ógnvænleg tíðindi.
Núna eru skólar byrjaðir eða að fara að byrja, og kenna má þeim um óvirkni sorpsins.
Ekki vera með þessa vitleysu sorparar, takið sorpið fram yfir námið, skrópið í tímum til að koma hingað inn og skrifa greinar, þræði, svör og annað efni.
Helvítis skóli!

Foringinn á heima á Reykjanesi
Foringinn á heima á/í Vogum á vatnsleysuströnd, það var staðfest í gærkveldi.
Hann var að monta sig yfir því að skólinn hans væri ókláraður, og þar með ekki byrjaður.
Af þessu tilefni nöldraði vansi smá, Tilvitnun:
“Í fyrra, þegar viðbyggingin sem ég var í var ekki alveg tilbúin, þurftum við samt að fara í skólann. Reyndar vantaði bara gólfefni, sófa, annað í setustofuna, og stigahandrið, plús það að anddyrið var eigi tilbúið, en samt er asnalegt að byrja skólastarf í ókláraðri byggingu.”

Supernanny þráir að busa
Í einkaviðtali við TSNG, segir supernanny orðrétt:
ohh..engir busar til að súkkulaðihúða og pota FAST í með priki í ár=( steikja á pönnu með eggi og barbíkjúsósu, henda ofaní drulluboll og sturta yfir hann hveiti eða teikna eitthvað á andlitið hans=( *andvarp*
Aumingja hún, samhryggjumst henni og öllum öðrum sem ekki fá að busa.
En samhryggjumst ekki þá sem á að busa, þeir eiga það skilið, Múhúhúhúhúhahahaha!

Llamalagið var birt á sorpinu
Sorparar fengu á heilann: Here comes llama llama llama o.sv.frv. í gærkveldi.
Raiden linkaði á hið stórsniðuga Llama lag, sem er ávanabindandi, linkur: http://www.albinoblacksheep.com/flash/llama.php .
Í kjölfarið af því linkaði miltisbrandur á hið hið stórsniðuga íkornalag, linkur: http://funnyjunk.com/pages/squirrel.htm .
Við þökkum þeim báðum fyrir framlagið.

Lily2 er misheppnuð
Lily2 fannst eni vera líkt nei, sem það er alls ekki!
Hún hafði þá afsökun að þegar að maður skrifar nei hratt, þá kemur eni, sem er rangt.
Vísindalegar rannsóknir voru framkvæmdar af vansa, eXXon, miltisbrandi og Kertaljosi, leiddu það í ljós að þessi hugmynd átti engan gunn fyrir sér, þ.e. að ekki er algengt að maður skrifi eni þegar maður ætlar að skrifa nei.
Lily2, ekki koma aftur með svona bjánalegar tillögur!

Miltisbrandur kom fram með ansi mikla ráðgátu, ekki tengda Darth Bob
Hann miltisbrandur okkar heldur því fram að hljómsveitin slayer sé að leyna okkur sorpurum einhverju.
Dularfullt…

Vansi er mikill broskallaáhugamaður
Vansi bað í gærkveldi um einkennisbroskalla hvers og eins.
Eftirfarandi er listi um þá sem svöruðu:
Dabbi1337 :&
Gellan123 =D
Kertaljos X:=)
Raiden :Þ
Foringinn <"> (alien)
Sungirl <=]:O)
zikzak : )
lobsterman ;)
supernanny :3 OG >_> OG <_<
Trommari >>>–:x)–<<< OG :x)
Ath. allir sem ekki hefa einkennisbroskall, skulu finna sér einn, og þeir sem eiga hann skulu nota hann í titlum er þeir pósta á korkana :}

Tinnakristin hressti upp á fólkið
Já, hún tinnakristin okkar hressti upp á sorpið með þeirri leið sem henni einni er lagið, aulabröndurum.
Þetta var okkur innblástur, og fleiri mega feta í hennar spor og skrifa brandara hingað inn, í hófi, og ALLS ekki spamma þeim!

Kertaljos setti töluleikinn vinsæla í gang
Já, hinn sívinsæli töluleikur er kominn í gang.
Linkur: http://www.hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2410966 .
Allir að taka þátt, hversu hátt komumst við?

Lobsterman tilkynnti endurkomu sína
“Ég er hér” mælti lobsterman, þegar hann tilkynnti endurkomu sína.
Hann er nú búinn að lesa fréttir undanfarinna daga, og veit þess vegna allt um það hvað hefur gerst meðan hann í burtu var.
Þar sjáið þið hvað fréttirnar eru mikilvægur partur af sorpinu.


Vansi kom með hugmynd að nýjum og ferskum sorpleik
Stafaleikurinn er nýr af nálinni, og er í ætt við töluleikinn.
Linkur: http://www.hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2411238 .
Allir að taka þátt, hversu hátt komumst við?

Kertaljos setti hljómsveitaleikinn vinsæla í gang
Já, hinn sívinsæli hljómsveitaleikur er kominn í gang.
Linkur: http://www.hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2412202 .
Allir að taka þátt, hversu hátt komumst við?

Fyrir hönd TSNG,
vansi :}