Komiði sæl, í fréttum er þetta helst:

*búmm búmm búmm kling* (fréttastef)

Engin grein hefur verið samþykkt á /sorp í dag

*búmm búmm búmm kling*

Nýr fréttaritari hefur hafið störf hjá TSNC

*búmm búmm búmm kling*

Ný Darth bob saga er komin

*búmm búmm búmm kling*

Kertaljos kom með tillögu að nýjum sorp lögum

*búmm búmm búmm kling*

Supermann fetar í fótspor vansa og startar þræði um textasamningu

*búmm búmm búmm kling*

Mörgæsaverndunarfélag Íslands var stofnað

*búmm búmm búmm kling*

Ákvörðun var tekin um að gefa mörgæsalagið út

*búmm búmm búmm kling*

Sorparaklúbburinn var stofnaður af Lester en dó samstundis

*búmm búmm búmm kling*

Komið hefur í ljós að heimildarmynd um keisaramörgæsir er vinsæl

*búmm búmm búmm kling*

Supermann fékk tölvupóst frá Guði

*búmm búmm kling bling*


Í dag er laugardagurinn 20 ágúst, nú verða sagðar fréttir.


Engin grein hefur verið samþykkt á /sorp í dag
Engin grein var samþykkt á hugi.is/sorp þann 20. ágúst 2005.
Spurningin er, er þetta óvirkni stjórnenda að kenna eða nenna sorparar ekki að skrifa greinar á laugardögum.
Líklegri skýringin er sú seinni, takið ykkur á sorparar!

Nýr fréttaritari hefur hafið störf hjá TSNC
Nýr fréttaritari hóf störf í dag, hinn nýkomni Kertaljos.
Góður fengur var að fá hann, og fyrsta fréttin hans birtist einnig í dag.
Hann mun bera titilinn rannsóknarfréttamaður, eða fréttaskýrandi, þar sem hann mun kafa djúpt ofan í mál og gera fréttir 60 minutes style.

Ný Darth bob saga er komin
Ný Darth bob saga kom í nótt, aðfaranótt laugardags.
Linkur: http://www.hugi.is/sorp/providers.php?page=view&contentId=2399107
Þessi saga var einnig fyrsta efnið sem birt var á hinum nýja sögukubb.
Keep up the good work miltisbrandur :}

Kertaljos kom með tillögu að nýjum sorp lögum
Kertaljos stakk upp á því í dag að gera fleiri dýralög, í samræmi við mörgæsarlagið.
Hann stakk upp á að semja lög um strúta gíraffa, og skjaldbökur.
Einnig stakk hann upp á því að gefa út safnplötu með öllum lögunum fullbúnum.

Supermann fetar í fótspor vansa og startar þræði um textasamningu
Í samræmi við tillögur Kertaljos ritaði supermann þráð um 5 leytið og bað um gíraffalag.
Hann kom sjálfur með fyrsta erindið.
Gellan123 hélt að þetta gíraffalag væri um Lily2.

Mörgæsaverndunarfélag Íslands var stofnað
Rétt fyrir klukkan 6 stofnaði Marserus Mörgæsaverndunarfélag Íslands.
Tilgangur þess er að “sjá til að mörgæsir fái réttindin sín gegnt og fái að minnsta kosti 5 mínútur í hverri mynd sem er tekin upp á íslandi.”
Samkvæmt núverandi undirskrift hans eru meðlimir Bum, Supermann, moonchild, mannycalavera og Gellan123.

Ákvörðun var tekin um að gefa mörgæsalagið út
Mörgæsalagið eftir hugmynd vansa er orðið vinsælt á sorpinu.
Trommari bauðst til að tromma á disknum yrði hann gefinn út.
Vansi staðfesti útgáfu disksins : http://www.hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=2400837#item2400914

Sorparaklúbburinn var stofnaður af Lester en dó samstundis
Lester ætlaði að stofna nýjan klúbb, Sorparaklúbbinn.
Hann var stofnaður u.þ.b. korter í níu.
Hann lifði ekki lengi, þar sem Kertljos sagði: “Nú er kominn nýr klúbbur hugi.is/sorp! það þarf ekki klúbb fyrir fólk sem að hefur þenann samastað.”
Lester auglýsti að klúbburinn væri dauður klukkan 10.
Klúbburinn lifði semsagt bara í korter, og á meðan hann lifði var hann algjörlega án meðlima.

Komið hefur í ljós að heimildarmynd um keisaramörgæsir er vinsæl
Kertaljos gaf link á mbl.is þar sem kom í ljós að mynd um keisaramörgæsir væri að gera það gott í BNA.
Það er skemmtileg tilviljun, þar sem mikið hefur verið talað um mörgæsir á sorpinu.

Supermann fékk tölvupóst frá Guði
Svo virðist sem supermann sé kominn á ofskynjunarlyf, þar sem hann fullyrti að hann hafi fengið tölvupóst frá Guði.
Hvaða eðlileg manneskja sem er veit að Guð er ekki til og því er ekki hægt að fá e-mail frá honum.
Guð átti að hafa sagt supermann að reka einhvern frá sorpinu til að bjarga huga, en nefndi ekki hvern.
Nú bíðum við öll spennt eftir því hvaða nafn Guð nefndi, sem supermann segir að komi í framhaldi af þessum þræði.





Fyrir hönd TSNG,
vansi :}