"Christianity just burned you" - Svar Nýlega postaði notandi hér á huga texta í myndformi sem að gerði grín að Miklahvellskenningunni. Sá sem bjó þá mynd til virðist ekki þekkja mikið til kenningarinnar né skilja muninn milli þessarar vísindakenningar og því að trúa ekki á yfirnáttúrulega guði. Skapari myndarinnar virðist vera einn af þeim sem heldur að ef að þeim, heimsku prímötunum, finnst einhver vísindakenning heimskuleg þá nægi það til þess að sanna að þeirra sé rétt. Í þeirra huga virðist ekki vera möguleiki á að þá séu aðrar kenningar en þessar tvær réttar og þeim dettur heldur ekki í hug að það að þeim finnst kenningin, sem þeir hafa varla kynnt sér, fáránleg hafi engin áhrif á sanngildi hennar. Þessi mynd var nokkuð týpískur creationism/intelligent design áróður sem reynir að spila á vanþekkingu þeirra sem höfðað er til og margir hér virðast hafa haft gaman af þessu. Ég furða mig á því að hjörð heimskingjanna hafi ekki séð í gegnum þessa nautheimskulegu vitleysu og ég er hingað kominn til að leiðrétta groddalegustu villurnar. Einnig vil ég benda á að kristnir menn eru í engri stöðu til þess að kalla kenningar vísindamanna um upphaf heimsins kjánalegar þegar þeirra nokkur þúsund ára gamla og úrelta „kenning“ hljómar einhvern veginn svona: „Það hefur alltaf verið til galdrakarl. Við þurfum sko ekkert að útskýra hvaðan hann kom því hann hefur bara alltaf verið til. Hann skapaði svo jörðina fyrir u.þ.b. 6 þúsund árum með göldrum og ofurkröftum sínum.“
Auðvitað nægja þessar fánýtu tilraunir mínar engan veginn til að útskýra uppruna heimsins en ég legg til að fólk kynni sér málið í stað þess að trúa hvaða vitleysu sem er.
Til dæmis hér;
http://en.wikipedia.org/wiki/Origin_of_life
http://en.wikipedia.org/wiki/Big_bang
muuuu