Rip - Steve Irwin :'( Stunginn í hjartastað

Ástralski “krókódílamaðurinn” Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað.

Steve Irwin var sjónvarpsáhorfendum um allan heim að góðu kunnur. Hann lét sig ekki muna um að fóðra krókódíl með annari hendi og barnið sitt í hinni. Hann var mikill áhugamaður um náttúruvernd og óþreytandi talsmaður krókódíla. Stundum þótti hann full glæfralegur framkomu við villidýrin.

Hann var í dag að kafa við Batt-rifið undan ströndum Queensland í Norðaustur-Ástralíu í tengslum við sjónvarpsþátt um hættulegustu dýr í heimi. Hann synti of nálægt einni skötunni og hún stakk hann í hjartastað með hala sínum. Þessar tegundir skata geta gefið rafstuð með eiturgadda sem er á hala þeirra.

Þyrluflugmaðurinn sem sótti Irwin segir að hann hafi verið meðvitundarlaus þegar hann kom að og að þá hafi áhöfn bátsins, sem Irwin kafaði út frá, verið búin að reyna árangurslaust í nokkurn tíma að blása í hann lífi. John Howard forsætisráðherra Ástralíu sagði um Irwin að hann hefði verið einstakur maður og verið hjartfólginn bæði Áströlum og fólki um allan heim.

Fyrir Steve..*skál*


http://www.leikjanet.is/?gluggi=leikir_spila&leikur=783