Í tilefni af því að nýi hugi er mættör og enginn er enn búinn að gera þráð á sorpinu (you guys :c) ætla ég að demba einum inn... og gera ykkur mun fróðari fyrir vikið!

1. Gulrætur voru ekki alltaf appelsíunugular. Þær fundust einu sinni í öllum litum og stærðum. Enn í dag, sumstaðar í Afríku, er hægt að finna fjólubláar og hvítar gulrætur.

2. Í seinni heimsstyrjöldinni var björninn Wojtek ættleiddur af pólska hernum og gerður að opinberum hermanni. Hann vann við að færa skotfæri og hermennirnir launuðu honum stundum með sígó og bjór.

3. Leikarinn Christopher Lee hefur líklega drepið einhvern. Hann var í njósnadeild í seinni heimstyrjöldinni sem gekk m.a. undir nöfnunum "The Ministry of Ungentlemanly Warfare" og "Churchill's Secret Army".

4. Fyrstu mennirnir sem voru drepnir af vélmennum voru Robert Williams árið 1979 og Kenji Urada árið 1981.

5. Elekrónísk tónlist hefur verið til í einhverju formi síðan á nítjándu öldHér er líka áhugavert elektrónískt lag frá árinu 1957.

6. Lagið "Johnny B. Goode" með Chuck Berry (ásamt öðru) var sent út í geim árið1977. Með því fylgja leiðbeiningar fyrir geimverur um hvernig eigi að spila plötur.

7. Dolph Lundgren er með meistaragráðu í efnaverkfræði (eða eitthvað).

8. Það eru til tónlistastefnur sem heita Oi!, math rock og pornogrind.

9. Jimi HendrixJohn LennonRingo StarrMichael FassbenderSean Connery og Bill Murray hafa allir barið konur. Sorrí.

10. Þrjár af kærustum Hitlers frömdu sjálfsmorð. Ein þeirra var frænka hans. Tvær aðrar gerðu líka tilraun til þess.

11. Keppt hefur verið í sniglakapphlaupi í nokkra áratugi.

12. DVD útgáfan af myndinni The Rules of Attraction innheldur commentary frá Carrot Top en hann tengdist gerð myndarinnar ekki neitt og hafði, held ég, aldrei séð hana áður.

13. Hugmyndin úr Biblíunni um "Skepnuna" og "tölu/númer Skepnunnar" (666) átti líklega við Neró, keisara Rómaveldis (54-68).

14. Kostnaðurinn við að senda öll börn í fátækum löndum í skóla í eitt ár með fjáraðstoð er sirka helmingurinn af peningnum sem Evrópubúar og Bandaríkjamenn eyða í (rjóma)ís á ári.

15. Tim Allen var í fangelsi í meira en tvö ár fyrir að smygla kókaíni.

16. Phil Hartman (sem var í SNL og talaði fyrir Troy McClure og Lionel Hutz í The Simpsons) var myrtur af eiginkonu sinni.

17. Það er til lyf sem getur valdið fullnægingu við það að geispa.

18. Anne Sellor er hugsanlega með sorglegustu imdb-síðu sem til er. (Ath. líka Messege Board-ið).

19. Þátturinn Inspector Spacetime gæti verið með stærsta fanbase af öllum þáttum sem eru ekki til í alvöru.

20. Flex Mentallo er myndasögupersóna frá DC Comics sem hefur ofurkraftinn að geta breytt heiminum með því að flexa vöðvunum. Í hvert sinn sem hann flexar birtast líka starfirnir "Hero of the Beach" fyrir ofan hann. Hann kom fyrst í myndasögurseríunni Doom Patrol. Aðrar persónur sem hafa komið úr þeim blöðum eru t.d. raðmorðingi sem drepur skeggjaða karla og rakar svo, ofurskúrkur sem hefur bókstaflega hæfileikann til að koma fólki ekki á óvart þótt hann ætti að gera það og illmenni sem kallar sig "Animal-Vegetable-Mineral-Man" og ber nafn með réttu.

21. Fyrsta virkilega vinsæla rapplag sögunnar var "Rapper's Delight" með Sugarhill Gang frá 1979.

22. Sadhu-ar eru Hindúar sem kjósa að lifa utan samfélagsins sem munkar (eða nunnur). Þegar maður verður Sadhu-i á Indlandi er maður álitinn löglega látinn og þarf jafn vel að mæta í eigin jarðarför.


23. Ofskynjunarlyfið Datura lætur mann bókstaflega verða geðbilaðan í nokkra daga. Algeng áhrif efnisins eru t.d. að vera handtekinn, greindur með geðklofa og lagður inn á geðdeild, að reykja ímyndaðar sígarettur og tala við fólk sem er ekki til.

24. Joss Whedon skrifaði handritið fyrir Toy Story.

25. Það er eiginlega hægt að þakka nasistum fyrir Fanta.

Sendið svo eitthvað inn, mangs.