Auk margs annars mjög skringilegs dreymdi mig að ég væri staddur í grunnskólanum er ég hef lært í undanfarin misseri. Nema hvað skólinn var orðinn að herstöð. Ég fór með einum hermanni niður í birgðakjallarann og þar opnuðum við frystikistu með fullt af mat, en þurftum að passa okkur mjög mikið á því að vekja ekki Jeff Bridges sem var bundinn þarna ofan í. Þegar ég ætlaði að fá mér mjólk og Sæmund í sparifötunum vaknar Lebowski sjálfur og rotar hermanninn sem var með mér með einhverskonar rafmagni (nokkurn veginn líkt titringnum á Playstation fjarstýringum). Ég hleyp upp á efri hæðir skólans, með Jeff á eftir mér, ýti á brunahnapp og ætla að fara út um brunastigann, en glugginn er of þykkur og Jeff rotar mig með titringnum. Svo er ég kominn út á planið og held áfram að flýja undan Bridges (samt kom einhver mini-draumur á milli, eða svona þetta var kaflaskipt, þessi 50% hinn 50%) sem var einnig furðulostinn á þessu.
Ég: ,,Hvar fékkstu þessa ofurkrafta?''
Jeff: ,,Ég veit það ekki, einhver hálfviti skrifaði það inn í handritið!''
Ég: ,,Hálfvitar!''
Jeff: ,,Já, ég er ekki einu sinni búinn að lesa handritið!''
Svo lauk draumnum með hinum draumnum.