Það lág svartur doritospoki á rúminu mínu…
og hver elskar ekki svart doritos?
svo ferskt, sterkt, brakandi, gómsætt, ómótstæðilegt, ávanabinandi, fullnægjandi.
En ég mátti ekki borða hann.
Hver átti hann skiptir ekki máli. Þó svo að Snorlax sjálfur ætti hann og hefði það í hyggju að /rage'a og fara á killing spree ef pokinn yrði snertur, þá skipti það mig engu.
Ég var vöruð við; það var hvíslað að mér úr öllum áttum að þessi poki skildi látinn í friði.
Ef hann yrði opnaður myndi World War 3 hefjast, Arnaldur Indriðason hætti að skrifa, 9/11 would turn into 6/23, Gyðingar myndu ná völdum, KFC myndi hætta framleiðslu, tíminn myndi líða hraðar og prestar færu að fróa sér yfir biblíunni.

ég opnaði pokann.
forgive me.