Ég ákvað í gær að fara í Keiluhöllina í Öskjuhlíð með 10 ára frænda minn…

Djöfulsins andskotans skítastaður er þetta orðinn!

Man eftir því þegar þetta var nýtt og flott en núna er þetta bara orðinn alveg hreint hræðilegur staður!

Fyrsta lagi, þá kostar 2000 kall að fara 25 mín í keilu! Af hverju í andskotanum breyttu þeir verðlaginu þannig að maður kaupir ekki lengur leiki!?

Þeir eru með fullt af keilubrautum sem eru flestar tómar því fólk tímir ekki að borga helvítis 4500 kall fyrir klukkutíma af keiluspili, það er bara vitleysa!

Bað um skó númer 45 og jú auðvitað, áttu bara skó númer 42 og minna þannig að ég þurfti að spila á sokkunum! SOKKUNUM!!! Bjánalegt!!!

Eins og alltaf eyðir maður fyrstu mínútunum í leit að kúlum … allar kúlurnar eru með svo fáránlega lítil göt! Ég fann eina kúlu í öllu hafinu af keilukúlum og eftir að hafa tekið einn leik var ég kominn með sár á þumalfingurinn því það var búið að brotna smá úr gatinu sem raspaði smá húðina og núna daginn eftir er sárið geðveikt rautt og aumt, örugglega kominn með berkla eða einhvern annan viðbjóð. Takk Keiluhöll

Eftir þennan rosalega fjöruga keiluleik ákvað ég að leyfa frænda mínum að prófa spilakassana…

Ætluðum að fara co op í skotleiknum sem er þar… annar kassinn bilaður… Vei…

Hugsuðum þá “Hey, förum á móti hvorum öðrum í Tekken!”

Setti 8 spilapeninga í (sem ég þurfti að skipta í spilapeningaskiptivélinni hjá pool borðunum því jú, hinn hjá spilakössunum virkaði ekki) og viti menn, stýripinni 2 virkaði ekki þannig að ekki var hægt að hreyfa kallinn…

Fór í afgreiðsluna og sagði honum frá þessu og vildi fá endurgreitt og gaurinn þar horfði bara á mig eins og hann væri með downs syndrom og fattaði ekki að ég vildi fá endurgreitt… setti ekki einu sinni upp “Bilað” skilti hjá kassanum greinilega alveg sama.

Þannig að við tókum þythokkí og þótt ótrúlega megi virðast var það í lagi!

Þar sem það er pool borð í vinnunni minni prófaði ég það ekki, en ég vildi fara í foos ball (fótboltaspilið þar sem allir knattspyrnuleikmennirnir eru með járnstöng í mjöðminni og þú snýrð þeim í hringi) en ein stöngin var brotin þannig að ekki var hægt að spila það heldur…

Mæli ekki með þessum stað, nema kannski fyrir fólk sem ykkur líkar ekki við.