Mér langaði bara að deila því með ykkur hugarar, hvernig möndlugrauturinn fór fram á mínu heimili.
Þannig er málið að ég narta í möndlur þegar mér henntar og borða bara eins og bland í poka, og átti ég þ.a.l. möndlupoka inni í herbergi.
Þar sem ég hef örsjaldan fengið möndlugjöfina á mínu heimili langaði mér í hana. Því tók ég eina möndlu og setti í vasann á buxunum sem ég var í þann daginn.
Mamma mín tók síðan eina möndlu og setti í skál og grautinn ofan á.
Þegar allir voru sestir, notaði ég tækifærið, þegar athyglin beyndist ekki að mér og skellti möndlunni ofan í skálina mína. Svo borðuð allir sinn graut og svo spýtti systir mín möndlunni útúr sér. Ég dreyf mig þá að finna mína möndlu aftur og þegar ég náði henni í skeiðina, hrækti ég henni út úr mér á sama hátt og hún gerði, svo allir sæju að ég hefði líka fengið möndlu.
Það urðu allir hissa á því að það væru 2 möndlur í spilinu, og náði ég gjörsamlega að halda andlitinu án þess að fara að hlægja. Ég bar því fyrir mig að mamma væri að verða gömul og hefði örugglega óvart sett 2 möndlur.
…Ég fékk hins vegar ekki möndlugjöfina, afþví mér er trúað betur til svika en systur minni. Hinsvegar át ég stóran hlut af gjöfinni. …Fengum hraunbita í kassa, sem pabbi hafði keypt, því hann fékk möndluna í fyrra.
…Skemmtilegt frekar að gjörsamlega vaða í sælgæti um jólin, sérstaklega þegar maður má helst ekki innbyrða sykur.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann