Hver veit nema himininn sé í raun og veru appelsínugulur, og að þér hafi bara misheyrst alla ævi. Kannski ertu með heilaæxli sem lætur appelsínugulan og bláan hljóma alveg eins.
Hver veit nema ljóskur séu að meðaltali klárari en annað fólk.
Hver veit nema það sé hægt að loka ferðatöskunni minni. Kannski reyndi ég bara ekki nóg.
Hver veit nema ástin lifi að eilífu þó að það gangi ekki alltaf allt upp.
Hver veit nema súkkulaði sé ótrúlega hollt og fólk fitni bara eftir hugarfari.
Hver veit nema tímaflakk sé eazypeazy og að við séum bara brjálað heimsk.
Hver veit nema alkemismi sé ekki til og að fólk ætti kannski bara að hætta að velta sér upp úr svona græðgi.
Hver veit nema Aghata kisa viti alveg hvað ég er að skrifa.
Hver veit nema ég sé búin að drekka full mikið af vodka og sourapple…
hver veit?
Alltaf þegar ég les bók lekur súkkulaði úr Eiffel turninum.