Ég var að vakna áðan, og komst að því að ég er orðinn gamall.
Það er alveg geðveikur snjór úti, en mig langar ekki að gera snjókall eða snjóhús eða neitt. Langar bara að sofa þangað til það er einhver vakandi og eitthvað að gera.
En neeeeeei. Ég þurfti að sofa í gærdag og svo aftur í nótt og vera glaðvakandi í dag.
Svo þar sem ég hef ekkert að gera þá ætla ég að gera þráð og röfla um kjaftæði. Og gera spurningalista. Það eru aldrei of margir spurningalistar ^^

1. Hlakkar þú til jólanna?
2. Eru einhverjar töff jólahefðir heima hjá þér?
3. Elskar þú Gísla Martein?
4. Finnst þér Stairway ofmetið?

1. Já ^^
2. Já. Það er náttúrulega þorláksmessupizzan sem ég baka, og svo er þetta þögla samkomulag heima um að taka ekki þátt í stressinu og ruglinu heldur taka jólunum bara rólega. It's awesome ^^
3. Auðvitað!
4. Já. En það er samt frekar awesome ^^
Þetta var awesome