Hér sit ég í tölvunni á mánudagsmorgni ekkert búin að sofa og er í spassakasti með vinkonu minni.
Í nótt hafa komið upp ýmsar pælingar misgáfulegar enn allar mjög djúpar.

Gaman að segja frá því að í gærnótt þá vorum við nokkur saman í bíl að keyra í borg óttans og vinur vor byrjar að halda ræðu um að við verðum að stöðva Aþenu hina illu því hún ætlaði að taka yfir heiminn með illa kettlingahernum sínum.
Þá komum ég og annar vinur minn bæði í einu og segjum “við verðum að stöðva hana”
Og verð ég að segja ykkur að ég hef sjaldan verið jafn heilaþvegin á minni ævi.

Og jæja elskurnar mínar hvernig hafiði það svo?

Ef tíminn væri þríhyrningur væri hann þá fljótari að líða enn hægari ef hann væri hringur
?

Meðrök: Þríhyrningar eru bara 180° enn hringur 360°

Mín skoðun er að tíminn sé alltaf jafn fljótur að líða sama í hvaða lagi hann er, hver segir svo að tíminn sé hringur? Hann er bara lína imo.
lol