Sagan um manninn sem sagði sögu.... Það var einu sinni lítill krakki sem hét Ragnar. Hann þekkti mann sem þekkti annan mann sem átti bróður sem kann sögu. Þessi maður hét Sigfús. Einn daginn var Sigfús að segja söguna þegar hann gleymdi endinum. Þá þurfti hann að borga akkúrat 674296kr í skatt fyrir að búa til spennu hjá fólkinu. Enginn annar kunni sögu í þorpinu sem hét Söguþorp svo þau þurftu að breyta nafninu í Sögulausa Þorpið. Þá varð Sigfús fátækur því hann þurfti að kaupa stafina á skiltið og hann átti bara 1000 kr eftir þegar hann var búinn að því. Þá mundi hann eftir að í sögunni var kall sem átti hest sem kunni að búa til peninga. Hann fór til mannsins sem átti heima á 50 metra háum staur fyrir utan Sögulausa Þorpið. Sigfús fór þangað og sagaði staurinn í sundur með tönnunum sínum. Þá varð maðurinn svo reiður að hann gekk berserksgang! Þá hljóp Sigfús hræddur í burtu en hann gleymdi erminni sinni. Þegar hann fór til baka var maðurinn á staurnum búinn að éta ermina og hestinn sinn. Þá fór hann í mál við manninn en hann tapaði málinu því hann átti ekki nógan pening fyrir sparifötum og hann mátti ekki koma inn í réttarsalinn án þess að vera í sparifötum. Þá kom stærsti maður í heimi og gleypti hann, en hann mátti taka með sér kveikjara til að sjá þar inni. Þá kveikti hann í innyflunum í stærsta manni í heimi svo hann komst út því það kom stórt gat. En í refsingu mátti hann alrei drekka djús aftur! Þá varð hann svo reiður að hann át jólatréð sem bæjarstjórinn var búinn að safna fyrir í 28 ár, en enginn nennti að gera eitthvað í því svo hann varð frjáls. En hann ætlaði að hefna sín á manninum á staurnum sem át ermina hans. FRAMHALD!!!!!
Engin undirskrift hér :/