Ég er alltaf að týna hlutum!
Ætla aðeins að fá að tjá mig hérna.

Ég hef týnt 8 lyklum (og semsagt hefur fjölskylda mín þurft að skipta um lás á öllu húsinu 8 sinnum).
Nokkrum buxum, íþróttafötum, töskum.

Og já ég týndi veskinu mínu fyrir 2 mánuðum,
það innihélt, bankakortið mitt,
louis vuitton seðlaveski með nokkrum 500 köllum í,
2 bíómiðum á dark knight, gleraugu þáverandi kærasta míns
og pensilínið hans og LYKLUM.

Hef þurft að loka kortinu mínu svo oft að starfsmennirnir
í bankanum þekkja mig og vita alltaf hvað ég þarf að
láta gera þegar ég kem þangað.

Og hey, ég týndi strætókortinu mínu fyrir 2 dögum..
Og ég veit ekki hvar skólataskan mín er (er í skólanum)

Meira?
ég týndi leðurjakkanum mínum 3 sinnum
(hann komst samt alltaf til skila…)

Já og ég gleymdi poka í strætó einu sinni
og þegar ég fann hann aftur var búið að taka
allt úr honum
(nammi og ný peysa)

týndi fyrsta símanum sem ég fékk þegar ég var 9 ára
en fann hann reyndar aftur.

Vááá það er svoo ömurlegt að vera að týna hlutum alltaf.
Hef alltaf áhyggjur og er alltaf stress í gangi þessa
dagana.


Og einmitt núna er ég að velta fyrir mér hvar
úrið mitt er..
Of all the gin joints in all the towns in all the world.. She walks into mine