Smá spurning hérna til fólks sem ég hef hitt nýlega, eða bara fólks sem hefur séð mig.

Lúkka ég e-ð krimmalegur eða?

Allaveganna þannig er mál með vexti að þegar ég kom til landsins þá leitaði löggan í Keflavík í gegnum ‘allar’ 2 töskurnar mínar og spurði mig þúst hvaðan ég væri að koma, hvar ég byggi, hvað ég væri að gera á Íslandi og á meðan skoðaði hann þessa einu plöstuðu síðu í passanum sem skiptir í rauninni e-u máli.

Anyways þá er ég farinn aftur til Svíþjóðar núna.

Og þegar ég var í Keflavík á leiðinni aftur út, þá fór ég náttúrulega í gegnum allt draslið þarna, járnskynjarana og þetta rugl.
Og þegar ég var búinn að ganga í gegnum hliðið þá pípti ekki á mig en löggan eða öryggisvörður eða hvað það er sem vinnur í öryggisgæslu þarna, bað mig um að fara með lappirnar í sundur og hendurnar frá líkamanum. Þá var ég fyrst að pæla afhverju hann hefði valið mig en, ok ég gerði einsog hann sagði mér að gera.
Síðan fór náunginn að káfa á mér, semsé að leita að vopnum or some. Síðan biður hann mig um að snúa mér við til að geta káfað á hinum helmningnum af mér.

Ég var að pæla í því að spyrja náungann hvort hann hefði gaman af því að káfa á karlmönnum, en þorði því ekki af ótta við það að hann tæki mig á bakvið og myndi leita að fíkniefnum, ég myndi ekki sofa í marga mánuði á eftir ef e-r gaur í Keflavík myndi fara að troða hendinni upp í endaþarminn á mér.

Bottom line:
Er ég e-ð krimmalegur?