Allir óttast eitthvað. Það er auðvitað misjafnt hvað fólk óttast en algengast er hræðslan við kóngulær,snáka,flugvélar,bíla,trúða og eithvað álíka.
Mér finnst það mjög skyljanlegt því sumar kóngulær geta verið eitraðar (þó ekki á íslandi held ég), snákar geta bitið,kyrkt eða eithvað álíka, flugslys gerast og sömuleiðis bílslys og trúðar hafa alltaf verið óhugnanlegir.

Enn, ótti minn felst í dyrabjöllum! Ég komst að því um daginn að ég er skíthrædd við dyrabjöllur. Hvernig ég komst að því ?
jú ég tók bara eftir því að ég hef lengi fengið hroll og óþægindi þegar einhver dinglar dyrabjöllunni heima hjá mér. Ég svitna og fæ svona sting í hjartað einhvernveginn.
Ég kíki alltaf í gegnum skráargatið á forstofunni áður en ég sýni sjálfa mig gestinum.
Og sérstaklega þegar ég er ein heima! Mér bara bregður hrikalega og stundum þá hef ég ekki einusinni fyrir því að opna fyrir fólkinu. Og gái ekkert hver þetta er.

Og einnig er fólk sem ég þoli einfaldlega ekki þegar ég kem ekki til dyra. Það dinglar aftur og aftur og bankar og hristir húsið algjörlega og inni sit ég bak við sófa og þori ekki að hreyfa mig. þetta ósvífna fólk skilur ekki að annaðhvort er enginn heima eða fólk óskar einfaldlega ekki eftir nærveru þess.

En síðan sagði ég systur minni frá þessari dyrabjölluhræðslu í fullum trúnaði og haldiði ekki að krakkinn hafi ekki bara hlegið að mér og gargað allan daginn “ding dong”
Ég er að spá í að klæða mig upp sem trúð og vekja hana þannig. En ég er ekki alvond.

Er einhver þarna úti sem hræðist dyrabjöllur líka ?
Eru einhverjir samkundustaðir þar sem fólk sem óttast dyrabjöllur getur komið saman og rætt þetta vandamál?
Á ég möguleika í lífinu?
Verð ég útskúfuð alla ævi ?
Hvað verður um mig ?