Ég var í vinnunni , er ný komin heim , var að vinna í 12 tíma og það var svo leiðinlegt því klukkutímann var fullt af fólkið að röfla í mér og pirra mig og var ekki að skilja að ég gæti ekkert gert til að hjálpa þeim.

Þetta byrjaði allt þannig að það hringdi karl og sagðist hafa gleymt veskinu sínu.
ég segi honum kurteisislega að ég ætli að kalla á einhvern til að fara og leita af veskinu í karlaklefanum og að ég ætli að leita í afgreiðslunni , hann bíður á meðan.

ég leita í afgreiðslunni og ég finn ekkert veski og gaurinn sem var með mér á vakt leitar í karlaklefanum og finnur ekkert og ég bið karlinn bara að koma aftur og leita sjálfur af veskinu sínu.
hann tekur því bara virkilega illa að ég geti ekki verið að stússast í kringum hann og helvítsi veskið hans og ætlast bara til þess að allt starfsfólk sé að leita en það var alveg brjálað að gera og við gátum ekkert gert .

svo kemur til mín lítil stelpa sem á í einhverjum vandræðum með að loka skápnum sínum og ég í mínu mesta sakleysi fer með henni inn í kvennaklefa til að hjálpa henni.
hringir ekki helvítis síminn í kvennaklefanum.

ég er náttúrulega nógu mikill hálfviti til að svara og það er einhver gömul kona í símanum sem gleymdi vísakortinu sínu og afgreiðslunni.
ég útskýri mjög kurteisislega að ég sé upptekin og geti ekki farið strax og gáð hvort að kortið hennar sé í afgreiðslunni og hún verður bara geðveikt brjáluð og byrjar að röfla í mér og eitthvað og ég reyni að segja henni að ég fari að leita að kortinu um leið og ég geti en þá skellir hún bara á.


hvaða hálfvitar týna veskjum og vísakortum og ætlast svo til þess að einhverjir aðrir viti um þau ?