svo ég var að vinna og var bara í chilli að passa kvennaklefann (vinn í sundlaug) þegar síminn hringdi og ég bara svaraði í chilli og símatalið var einhvernveginn svona


ÉG : Íþróttamiðstöðin Lækjarhlíð góðan dag
gaur : Já góðan dag hérna hvað er opið lengi hjá ykkur
é: til hálf 10
g: okey en hérna hvað kostar í sund hjá ykkur
ég : 110 fyrir börn og 360 fyrir fullorðna
g : og er eitthvað gufubað eða
ég : það er eitt eimbað og svo erum við með sauna en það þarf að borga til að komast í það
g : og hvað kostaar þá að fara í sund og sauna 720?
ég : ég get ekki gefið þér nákvæma tölu því ég er í kvennaklefanum en það er meira en 720
g: bíddu afhverju er ég að tala í símann inn í kvennaklefa
( þarna ætlaði ég að reyna að skjóta því inní að ég gæti sent símtalið yfir í afgreiðsluna)
en nei nei
g: er þetta eitthvað djók
ég : nei
g: *skellir á mig *


ég var bara uuu okey
en svo var ég kölluð yfir í afgreiðslu og þá hringir world class síminn ( world class er í sama húsi , með sömu afgreiðslu og ég afgreiði þar líka , en þeir eru með annan síma)

ég í öllu mínu sakleysi svara símanum og nei sko sami gaur

ég : world class mosfellsbæ góðan dag
g: já hvað er eiginlega síminn í afgreiðsluna í þessu íþróttahúsi
ég: þú ert í afgreiðslunni það er á sama stað
g: já ég þarf að fá að tala við einhvern sem vinnur í sundlauginni
ég: ég vinn í sundlauginni
g: já hérna ég hringdi hérna í sundlaugina og ég fékk bara samband við einhverja stelpu í kvennaklefanum sem vissi ekki neitt afhverju var það
ég : það hefur bara verið á tali og símtalið hefur bara atimatíst verið sent á næsta lausa síma
g: já það er bara fáránlegt hún vissi ekki neitt hún sagði að það kostaði meira en 720 í sund og sauna
ég: já ég skal tala við hana
g: bara já þetta er bara fáránlegt vitiði ekkert sem eruð að vinna hérna ?
ég : (reyndi að segja ) jú
g: skellir aftur á



okey svo líður kvöldið og við erum byrjuð að taka til þegar síminn hringir í þriðja skiptið og ég í öllu mínu sakleysi svara enn eina ferðina

og nei sami gaur

ég :Íþróttamiðstöðin Lækjarhlíð góðan dag
g: já er Karl erlingson við
ég : ha ?
g: karl erlingsson
ég : nei
g: bíddu þessi gaur er að vinna hérna og þú talar bara um hann eins og hann sé bara einhver jón jónson útí bæ
ég : * er bara orðlaus á ókurteisinni*
g : bless *skellir aftur á mig*


hvað er að sumu fólki ?