Langt síðan ég hef gert kork.. Ekki það að neinn sakni þess..

Anyways! Ákvaðað gera kork ÁN spurningalista. Stórt skref í mínu lífi.

Vil byrja á því að þakka öllum sem kusu okkur Röggu í tha sögukeppni. ÞIð eruð yndi og skuluð öll fá…Blóm… frá mér.

Fréttirnar liggja niðri. Svekk. Ég er búin að bjóða mig fram sem fréttamann, yet again.. Ætli allir séu ekki löngu komnir með leið á þvaðrinu í mér…

En hey, hvað er málið með tilvitnunarkubbinn? Ég vil fá hann aftur, og virkan :C Hann var fun.

Ohh, ég var að hjóla heim úr skólanum í dag og var með lyklana í körfunni á hjólinu (Já, ég er með körfu og er stolt af því!). Var svo að hjóla framhjá búð þar sem það sat fullt af fóki fyrir utan og át ís. Þegar ég hjólaði upp kantsteininn hossaðist karfan svo að lyklarnir flugu uppúr svo ég þurfti að stoppa og ná í þá. Fólkið fór að horfa á mig. Til þess að reyna að bjarga kúlinu ákvað ég að setja ekki standarann á heldur beygja mig bara beint eftir lyklunum. En hjól eru á hjólum, svo það snerist, datt á mig og ég endaði á götunni með fkn hjólið oná mér og fullt af ísétandi fólki að hlæja… Jájá þetta var bara svona random fact of the day…*hem*

Ég ætlaði að koma með einhverja spurningu.. En þá svara fólk bara með einni setningu.. Sem er ekki gaman. En ef ég kem ekki með neina spurningu þá svara fólk kannski ekkert… Oh well, greyjið ég.

God only know what I'd be without you (8)

Ókei, nú ætlar ÞÚ að svara og hafa það langt, gott og málefnalegt svar. Kommon!
We're just two lost souls wimming in a fish bowl.