Hvað er með foreldra nú til dags? Ég var bara eitthvað að chilla fram í sófa þegar mamma kom og hundskammaði mig fyrir að láta grifflurnar mínar liggja inná baði. Ég meina, kommon! hversu paranoi er hægt að verða!
Mamma er alltaf að tala um að ég sé alltaf svo pirruð með mikið skap og óþolinmóð og frek, en svo neitar hún því að ég hafi það bara frá henni SEM ÉG HEF POTTÞÉTT. Sko ef ég geri eitthvað rangt, t.d. gleymi að gefa hundinum mínum vítamínin eða fer ekki með hann í nógu langann göngutúr þá byrjar hún að tala um það að ég sé svo óábyrg og hótar að láta hundinn fara! Ég bara þoli ekki við lengur.
Og líka um daginn var herbergið mitt dálítið í drasli, föt á gólfinu og svona og mamma kom inní herbergið mitt, fríkaði út og skipaði mér að taka til í herberginu mínu. Hún sagði að hún væri alveg að missa þolinmóðina en það er bara þannig að hún sér ekki hvað hún er að gera. Ég geri helmingi meira á heimilinu heldur allir krakkar sem ég þekki á mínum aldri. Samt er mamma alltaf að skipa mér að gera eitthvað, það er eins og ég hafi ekkert einkalíf!
Og btw, talandi um herbergið mitt, þetta er herbergið MITT hún þarf ekki að sjá um að þrífa í því og afhverju þarf ég þá endilega að þrífa það? Ég meina, þetta er MITT herbergi ekki hennar. Ég fæ ekki einu sinni lengur að ráða því hvernig það er á litinn, hún vill bara hafa það hvítt! Og svo er hún alltaf að kvarta yfir því að ég hafi of marga smáhluti í herberginu mínu, ég má ekki föndra neitt þá segir hún ‘'Enn einn hluturinn sem bætist í herbergið þitt…’'
Ég er komin með hundleið á þessu!