Kæru sorparar, í dag var pönnukökudagurinn á Ísafirði!
En hann er alltaf kallaður “sólarkaffi”. Nú ætla ég að útskýra fyrir ykkur af hverju þessi dagur er haldinn hátíðlegur á Ísafirði!
Nú, eins og einhverjir vita kannski er engin sól á Ísafirði í nóvember-janúar!
Það er af því að við höfum svo há og falleg fjöll sem skyggja á sólina. Nú, svo byrjar sólin að koma, efst í stóru hlíðinni sem bærinn hvílir á, og ljósgeislarnir skríða lengra niður á eyri eftir því sem dagarnir líða. Svo þegar ljósgeislarnir hafa náð að götu sem heitir “Sólgata” er pönnukökudagurinn!

Ég borðaði eina pönnuköku með sultu og rjóma, eina með sykri, aðra með sultu og rjóma, aðra með sykri og svo eina með smjöri =D
Og ég held að ég standi ekkert upp á næstunni!