Já góðan og blessaðan daginn.

Þar sem að það er lítið að gera í vinnunni hjá mér ætla ég að gleðja ykkur með smá broti af speki minni á þessum blíðviðris þriðjudegi, og vona ég að þetta muni fylla ykkar viskubrunna, fullnægja forvitninni og svala námsþorstanum þar sem að ég veit að allir ungir krakkar leggja sig alla fram í skóla og fynst fátt skemtilegra en að læra og þá sérstaklega stærfræði.

Spurningin er: Er til stæðsta tala, tala sem engin önnur tala er stærri en?

Núna ætla ég að leyfa ykkur að spreyta ykkur kæru sorparar … getið þið svarað þessu og komið með rök fyrir svari ykkar?

ég hendi líklegast inn svarinu milli 5 og 6 :)

Bætt við 23. janúar 2008 - 08:30
ragga(padfoot) og geir(gexus) voru með rétt

stæðsta er ekki orð og það er alltaf hægt að bæta einum við :)

til að sanna þessa reglu þá getum við gefið okkur að það sé til stæðsta tala. Hver sem hún er þá köllum við hana “S”. Hvað er þá S+1.

Þarna er ég búin að afsanna það að það sé til stæðsta tala og þar með sanna það að það sé ekki til stæðsta tala :)