*Helmuth gengur inn á korkinn og byrjar að lesa*

Nú ætla ég að vekja athygli ykkar á einstaklingi sem á hana margverðskuldaða.. *Helmuth fær hóstakast*.. Löffí!
Eða Ólöf eða fluffy eða löfflöff eða Ýrildi eða hvað annað sem þið viljið kalla hana.

Hún er göfug, sannsögul og ávalt til reiðu, rétt eins og góðum skáta sæmir. *Helmuth verður fjólublár í framan og andar að sér astmalyfi* Nema hvað, hún er ekki skáti, hún er aðeins ein önnur einmanna sál í þessu véfenglega hyldjúpi týndra.. *Helmuth ræskir sig* ..frumuþyrpinga, í leit af ást og innileguym endaþarmsmökum.

AFSAKIÐ HLÉ
*Lyftutónlist spilast*

*Helmuth heldur dimmraddaður áfram*
Ég, ebebet, vildi bara koma þökk minni á framfæri, TAKK Ólöf, fyrir að hafa fæðst. Þú hefur tekið að þér það heilaga verk að fylla sálir allra nærliggjandi af gleði og umhyggju. Þú hefur áræðanlega veitt mörgum betrun í lífi þeirra með þessu gullfallega brosi þínu, sem skín eins og sólin í annars grámyglulegum og kuldalegum hversdagsleikanum sem umlykur okkur öll.
*Helmuth dregur inn andann, veifar drottningaveifi og togar svo niður risastóra rúllugardínu með áletruninni:*

ALLAR ÞAKKIR FARA TIL ÓLAFAR MINNAR HEITTELSKAÐRAR FYRIR ÞAÐ EITT AÐ.. JÁ!
(og Helmuths hins áreiðanlega fyrir að hafa lesið þetta fyrir mig)
ENDIR


Bætt við 21. janúar 2008 - 22:32
*Helmuth hleypur til baka og breytir nafninu sínu í yfirskriftinni í HeLmuth*