Ókei. Ég og vinir mínir í Fjölbraut fífluðumst í þessu heillengi þegar ég var á fyrsta ári. Það er skemmtilegast þegar það eru svona 3-5 í þessu, en það er alveg hægt að vera tveir líka. Helst ekki einn samt.

Hver og einn fær blað og blýant [eða penna, hvort sem honum líkar betur eða verr] og einn er valinn sögustjóri. Hann ræður svona hálfpartinn hvað gerist. Sögustjórinn velur kannski “Einu sinni var *insertnafnorð* sem hét *insertnafn*” eða eitthvað svoleiðis. Þá skrifa allir niður setningu með því sem þeir dettur í hug inní.

Síðan á hver og einn fyrir sig að brjóta saman rétt þannig að þeir fela setninguna sem þeir skrifuðu. Svo rétta allir manneskjunni við hliðina á sér blaðið sitt.

Síðan velur sögustjórinn kannski “Og svo fór hann eitthvert og gerði eitthvað” og þá kannski fer bananinn Albert og kaupir sér brauðsneið. Eða eitthvað. Svo brýtur maður aftur saman rétt yfir setninguna og réttir næsta manni blaðið.

Svona gengur þetta svo koll af kolli þangað til sagan er búin og þá er komið dýrindis bull, og í þau skipti sem ég og mínir vinir höfum fíflast í þessu hafa einhverjir farið að grenja úr hlátri og hafa bara ekkert náð að klára að lesa söguna sem lenti á þeim.

En hér eru nokkrar sögur úr þessu. Sögurnar eru skildar að með greinaskilum:





Einu sinni var steingeit. Hún bjó með fótskemli í graskeri í Súdan. Hún hét Rósalind. Einn daginn fór hún til Rússlands. Þar var allt fullt af gúbbífiskum og heyi. Og hún sá hænu ríða kanínu rétt hjá. Svo var hún komin í svefnherbergi Ron Jeremy. Og hún sagði við þau: Skamm amma! Sóðabrókin þín! Hann sagði við hana: Ég er með litla fætur og mig langar í salat. Svo kom Spiderman og giftist henni.

Einu sinni var göngubraut. Hún bjó í Rússlandi með sænskum búktalara. Hún hét Karlmaður. Einn daginn fór hún í viðgerð. Þar var allt fullt af litlum, ljótum, skrítnum köllum. Og hún sá ekkert, því hún var blind. Svo fór hún á tónleika með Herbert Guðmundssyni og hitti þar ömmu sína og viðhaldið hennar, Antonio Banderas. Og hún sagði við hann: Afhverju er hann svona lítill og fjólublár? Það svaraði: Jessör! Strax! Og þau fengu öll krampa í lappirnar og dóu úr illkynja hárkollu.

Einu sinni var karlkyns lárviðarlauf. Hann var giftur ígulkeri sem hét Ásmundur. Saman bjuggu þau í skottinu á bílnum mínum. Einn daginn ákváðu þau að fara í kexsmiðjuna Frón. Svo fóru þau til Afghanistan til að bjóða Osama Bin Laden með. Þar hittu þau Mario. Þá sagði Vala: Ég týndi súperdúperúberapaskítsleiserbyssunni minni! Nei nei ekkert svona við erum í þjóðkirkjunni í Svíþjóð. Eftir þetta komust þau að niðurstöðu. Ragnar er bestur! En allt í einu kom Egill, verslunarstjóri Bónus í Stykkishólmi. Þau fóru að leita að kónginum en fundu hann aldrei og dóu úr liðagigt.

Einu sinni var Karl. Sem hét Kindafeldur. Einn daginn fékk hann sér vatnsglas. Þar hitti hann mjólkurfernu. Og það öskraði: Batman! Þá sagði eyrnasnepillinn: Það er ekkert. Ég á saumavél. Þau löbbuðu saman á ströndina þar sem þau borðuðu samlokur. Svo hittu þau Hemma Gunn. Og hann kveikti á kerti og sagði: Fíliði N’Sync? Svo fóru þau öll heim saman og drukku mjólkina og urðu svo veik og dóu. Endir.

Einu sinni var Lenín. Sem hét Andrzej Andrés Kleina. Einn daginn fór hann til Kúbu. Þar kynntist hann belju. Og þá sagði hann: Ég á frænda sem kann á gítar. Nei ég er orðin súr og vond þú villt ekki gera það. Svo fóru þau til himnaríkis. Og þar hittu þeir Quentin Tarantino. Og beljan baulaði: Ég er með klamidíu mú. KJARNORKUSPRENGJA!

Einu sinni var ljóslampi. Hann var giftur ímyndaða vini sínum. Saman bjuggu þau í lyfjaskáp hjá gamalli konu. Einn daginn ákváðu þau að fara í þríhyrning. Svo þau lögðu af stað til Zimbabwe. Þar hittu þau Völu Flosadóttur. Hann sagði: Mig vantar túrtappa afþví það er kakó í koddaverinu mínu. Þau svöruðu: RAGNAR VINNUR LEIKINN! Eftir þetta borðuðu þau aldrei kex frá Frón því þau komust að því að það er vont. Þá kom kanína hlaupandi og sagði: Himininn er að hrynja við verðum að láta kónginn vita! Ðý Endz0r.

Einu sinni var köngull. Sem hét Guðríður Helga. Einn daginn fékk það hausverk. Í vaskinum á leiðinni hitti hann eyrnasnepil. Hún sagði við hana: Aha ég ætla að drekka þig. Hitt svaraði: Extra tyggjó! Þá fóru þeir í bíó á “The Sucking Sequel 17”. Og svo hittu þau belju og mjólkin sagði: Mamma ég er búin að sakna þín. Nýi karakterinn kvartaði vegan lungnaskorts. Og allir lifðu hamingjusöm til æviloka nema eyrnasnepillinn, sem dó úr AIDS 2 vikum seinna.

Einu sinni var vatnskanna. Hún bjó í eyranu hennar Beggu. Hún hét Gnjúpa Friðmundínusarusardóttir. Einn daginn fór hún til Kína til að kaupa gras. Þar bjuggu Batmanar. Og hún sá gubb á vinstri tánni. Svo kom hún til London og hitti Rabæja sem var klæðskiptingur. Og hún sagði: Úff, pungurinn minn! Þá sögðu þau við hana: Want a piece of my 1337? Þau fóru og eignuðust lítil fótasalatbörn.

Einu sinni var eitthvað karlkyns. Hann var giftur gerli sárasóttar. Saman bjuggu þau í hrossaskít úti á túni hjá Ragnari. Einn daginn ákváðu þau að heimsækja spræku gömlu ömmuna og karlabúrið hennar. Svo fóru þau til Azerbadsjan. Þar hittu þau Bush forseta. Og hann sagði: Ég er með sexy hár. Þau svöruðu: Æjæj. Eftir þetta komust þau að þeirri niðurstöðu að epli í miklu magni geta verið hættuleg og aldrei treysta jógúrti. En allt í einu kemur Allah og biður Ragnar um eiginhandaráritun. Og þau höfðu gleðileg jól með vodka og Pokèmon.