Ég sakna stundum Guðs
Mér tókst að fæla hann burt frá mér
Ég hef ekkert við hann stuðst
Mér var sagt að treysta sjálfum mér
Og taka því sem að höndum ber
Trúa ekki á hindurvitni og segja bara: I am the walrus.

Mér finnst fínt að vera til
Þó ég hafi aldrei prófað hitt
Ég geri bara það sem ég vil
Kannski tek ég frí í september
Og hangi heima og dúlla mér
Les nokkrar bækur og hugsa mikið.

Síðan ert það þú
Sem kemur brosi á andlit mitt
Þú ert stundum svo mikið krútt
Það kallast víst tilfinning
Og stundum finn ég hana allt um kring
Þá er ég á góða leið með að finna trú.

Ég stóð við sjoppudyr
Og hafði keypt mér barnaís
Ég var að hugsa um nauðganir
Og styrjaldir og hörmungur
Og valdasjúka leiðtoga
Þá fannst mér eins og ég væri ekki lengur til

Þið megið gráta mig að vild
Þó ég sjálfur ekki væti hvarm
Mér tókst að lifa sjálfan mig
Nú er ég ekki lengur ungur og sætur
Hef engan þyrniguð sem yfir syndum mínum grætur
Ég er ljóshærði strákurinn sem treysti á sjálfan sig

Svo mun mér skola upp á land
Þar sem tímainn liggur kyrr
Þeir verða margir sem ég hitti þar
Við getum ekki skipst á neinum orðum
Við eyddum þeim öllum í kjaftæði forðum
Í of mikinn æsing yfir einhverju sem ekkert var.

áhugavert.. ekki satt?