Allt í lagi… ég var í þessum klikkaða íslenskutíma…

Ég hallaði mér aðeins fram á hendurnar, alsaklaus… var ekki einu sinni þreytt, en sofnaði greinilega og datt út… vakna við það að kennarinn segir:
“Dastu út Hafdís?”
Og ég bara *BLING* JÁ!

Allt í lagi… Svo bankar einhver aðeins á hurðina og kíkir inn og lokar aftur. Þá heyrist í einni stelpu:
“Ómægod! Unnur Birna er frammi!”
kennari: “Hver er aftur Unnur Birna?”
Bekkurinn springur úr hlátri, enda óhemjuvitlaus kennari.
Svo kemur Bubbi Morthens inn og tekur viðtal við bekkjarsystur mína og syngur Stál og hnífur tvisvar með henni (samt örugglega sýnt bara seinni skiptið).


Rétt upp hönd/hendi sem trúir mér!
(You belive when you see it on television ;)

Bætt við 9. október 2007 - 23:34
Það var samt bara tekið upp þegar hann kemur inn… auðvitað voru þeir ekki alla kennslustundina.

Svo þegar þeir afsaka truflunina galar einn:
“Þið skuldið mér tíu mínútur í íslensku!”