Já, í langan tíma hef ég hugsað um að gera eitt stykki þráð.
En aldrei meikað það, vegna skorts á því um hvað hann ætti að vera.
En í dag hef ég mikið um að tala. Afmæli.
Afmæli eru alltaf skemmtileg. Þú veist, hvernig maður hlakkar til, kannski í viku áður og svo kemur dagurinn, og vitiði hvað, maður er ekki mikið öðruvísi.

Eins og þegar ég var 9 ára að verða 10.
Ég hlakkaði svoo til, að verða tveggja-stafa-gömul, the big 1-0 you know… en svo kom 6. júní og mér leið nákvæmlega eins.

& núna mun þetta verða alveg eins. Ég er búin að telja niður dagana síðan það voru 20 dagar síðan, sirka, en tilhlökkunin kom af fullum krafti í gær bara.
Og svo mun morgundagurinn líða, og vitiði hvað, ég mun vera sama manneskjan.

Ég verð ennþá tónlistarfíkill, með Disney-teiknimyndir á heilanum, rauðhærð, brúneyg, ánægð og pirruð. Það mun ekkert mikið breytast, nema það að þegar fólk spyr mig að aldri, þá segi ég, “Ég er 15 ára”, en ekki ‘Ég er 14’

1.Hvenær átt þú afmæli?
2.Hvað verðurðu gömul/gamall næst?
3.Ef þú gætir ferðast eitthver akkúrat núna, hvert færiðu?
4.Úr hvaða teiknimynd á íslensku er þessi lína:
“Ef þú ert pabbi Alla, og konungur þjófanna, væri gott að fá að vita eitt.”
-“Hvað??”
“Viltu kjúkling eða kolmunna?”

1.Á morgun :)
2.15 ára
3.Ég færi til London, fengi mér eitt stykki frappuccino á Starbucks og skoðaði borgina.
4.Svo léétt.

Okei, ég er hætt, og, ef ykkur finnst ég ekki vera nógu sorparaleg, then deal with it *ms. Harða hér*