Hvað er hvað? Ég byrjaði allt í einu að velta fyrir mér þessum þremur “efnum” eða “hlutum” eða hvað þetta er og ég ákvað að gera úr því tilgangslausa grein. Hér er hún.



Súkkulaði: Einfaldlega það sem kvenmenn elska, karlmönnum finnst það líka gott en þeir fá einfaldlega ekki það sama úr því og kvenmenn.
Súkkulaði er brúnt á litinn.

Lakkrís: Það er eitthvað sem er svart og veldur því að manneskjur sem borða mikið af því fá háan blóðþrýsting. Lakkrís finnst öllum góður. Þetta var reyndar ekki satt. Einu sinni fannst mér lakkrís geðveikt vondur en nú finnst mér hann ómissandi með súkkulaði.

Rjómi: Ef þú ætlar að fá þér kakó, er rjómi það sem þú þarft útí það! Rjómi er hvítur og getur verið í mörgum mismunandi formum - fljótandi eða þeyttur. Að mínu mati er þeyttur rjómi bestur - ekki veit ég hvað það er sem heillar mig við rjóma, en þegar ég var lítill var ég stundum hjá afa mínum og ömmu og afi minn gaf mér alltaf rjóma með kökunum sem ég fékk hjá þeim. Þessvegna kenni ég afa mínum um elsku mína til rjómans. Síðan er líka eitthvað sem heitir sýrður rjómi - hann er oftast notaður við matargerð.


Ef þið lásuð þessa grein, eigið þið hrós skilið, ég hefði ekki nennt að lesa hana. Og ef þið lásuð hana hafið þið sóað nokkrum mínútum úr lífi ykkar. Too bad.

Takk fyrir mig.


Bætt við 7. apríl 2007 - 22:29
En minn kæri OfurAlli ákvað að þetta væri ekki nógu góð grein og henti henni í ruslatunnuna. Svo þetta er ekki grein lengur. Þetta er aðeins korkur sem gleymist í örófi alda.

Kv. Telemnar