Já, góðan daginn góður Sorparar! Þetta er Vandamálahorn Parvati's og í dag ætlum við að fjalla um…. PÁSKAEGG!

Ég veit, af biturri reynslu, að margir eiga í vandræðum með foreldra eða systkini þegar kemur að Páskaeggjum. Sérstaklega samt foreldra eða eldri systkini sem ekki fá Páskaegg sjálf. Því grípa þau oft til í örvæntingu sinni að STELA Páskaeggjum frá sér yngri fjölskyldumeðlimum. Þó getur þetta átt við fólk á öllum aldri.

Nú, ráð eitt er að gefa einfaldlega gamla settinu sér Páskaegg! Mín fjölskylda vann einhverntíman svona Ástaregg (númer billjón) í happdrætti, og það árið voru Páskaegg mín og bróður míns algjörlega ósnert.

Ráð tvö notaði ég aðallega á pabba, þar sem hann er verstur. Maður brýtur lítinn bita af Páskaegginu sínu og leggur það á augljósann stað, til dæmis stofuborðið. Síðan stráir maður svolitlu salti yfir, þó ekki svo miklu að það sjáist. Því næst kemur maður sér bara vel fyrir, þykist vera sofandi eða njósnar einhversstaðar annarsstaðar þar sem fórnarlambið sér ekki til og nýtur sýningarinna!

Ráð þrjú er ekki næstum því jafn skemmtilegt, en effektívt non the less. Þá felur maður bara Eggið sitt eftir hvert skipti sem maður hefur borðað. Þetta er reyndar orkufull og leiðinleg aðferð en já…

Ég persónulega mæli með númer 2 !

Takk fyrir í dag, Parvati kveður!
We're just two lost souls wimming in a fish bowl.