Mér leiðist svo ég áhvað að spyrja hvar vinniði? Ef þið eruð ekki í vinnu hvar þykist þið þá vinna? Komið með smá frumleika og skreytið starfsheitin svolítið, reynið að láta þau hljóma vel og/eða illa..

Oki til að útskýra þetta betur þá skal ég byrja:

Ég vinn núna við að ríða flottum folum, og stöku merum, en sumir eru ekki eins flottir en þið vitið að shit happens..

My last job stinks, ég vann í fiski, hann lyktar, en það var svosem ágætt, vel borgað..

Þar áður var ég atvinnu girðingarfanntur og ég hataði kindurnar (en svo elskaði ég þær þar sem þær voru bragðgóðar eftir slátrun) því ég vildi vera eini girðingarfannturinn á svæðinu.. (þ.e. ég vann hjá sauðfjárveikjavörnum við að rífa ónýtar girðingar og setja þær upp aftur)

..og þar áður vann ég kauplaust við að sitja og stara upp í loftið milli þess sem ég svaf og vaknaði rétt aðeins til að leiðrétta fólk sem þekkti ekki muninn á tilvísunnarfornafni og atviksorði (það var íslenskukennarinn ég var víst í skóla, kemur á óvart ekki satt?)

Svo komiði með skemmtilegar lýsingar á störfum og hafið frumlegheitin í fyrir rúmi!

Bætt við 24. mars 2007 - 16:07
Þið vitið að ég var að tala um ferfætta fola er það ekki?
-