Orri gjaldkeri vaknaði snemma mánudags og hugsaði með sér: „hvað á ég að gera í dag? “. Eftir skamma stund ákveður hann að fara á busaveiðar. Orri fær Sigga skemmtanastjóra í för með sér til að auka líkurnar á að góma einn lítinn busa.

Orri og Siggi detta í lukkupottinn og góma einn busa að nafni Helgi Fannar og eru mjög ánægðir með árangurinn. Þeir keyra með busann upp í MK og læsa hann inni á einni af nemendafélagsskrifstofunum. Orri og Siggi fara svo heim í háttinn.

Daginn eftir, þ.e. á þriðjudegi, urðu Orri og Siggi voða hissa, vegna þess að businn hafði fjölgað sér um nóttina og voru þeir nú orðnir tveir, þeir læstu skrifstofunni aftur og skildu ekkert í því hvernig busar gátu fjölgað sér án þess að hafa maka. Á miðvikudegi brá Orra og Sigga mjög í brún þegar þeir komu upp á nemó og sáu að busarnir voru búnir að fjölga sér í annað skiptið og voru þeir orðnir fjórir. Orri og Siggu kíktu svo aftur upp á nemó á fimmtudeginum og sáu þeir að busarnir voru orðnir átta stykki, þeir læsa skrifstofunni og ákveða að opna ekki aftur í nokkra daga. Þegar 20 dagar voru liðnir frá því að þeir rændu busanum, voru busarnir búnir að fylla skrifstofuna.

Þá spyrjum við: Hvað voru margir dagar liðnir frá busaráninu þegar busarnir voru búnir að fylla hálfa skrifstofuna?

Bætt við 21. mars 2007 - 01:07
Svarið var 19:)